Íbúasamtök 3. hverfis
 

ÁSKORUN

Í maí 2007:

Þessi áskorun var fyrst sett upp haustið 2005 og var lokað fyrir skráningu á hana vorið 2006.

- - -

Við undirrituð skorum á borgarfulltrúa, borgaryfirvöld og þingmenn Reykjavíkur að sjá til þess að Hlíðahverfi verði sameinað sem allra fyrst með því að koma Miklubraut frá Kringlu og að Hringbraut í yfirbyggðan fjögurra akreina stokk eða göng og þannig tekið á alvarlegum aðgengi- og þjónustuvandamálum hverfisins af völdum umferðar, auk þess að takast á við óþolandi hávaða- og loftmengun í hverfinu.

LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU A.M.K. TÍMABUNDIÐ VEGNA ÁRÁSA TÖLVUÞRJÓTA

Við skráningu á þennan lista, þá verður sendur tölvupóstur á netfangið sem gefið er upp og viðtakandi beðinn um að staðfesta að hún/hann hafi skráð sig á þennan lista. Þetta er til að koma í veg fyrir misnotkun á þessum lista. Það er því mjög mikilvægt að fara vel yfir upplýsingarnar sem skráðar eru inn. Á lista sem birtur er á vefnum með þeim nöfnum sem hafa skráð sig á áskorunina verður gefið upp  heimilisfang og póstnúmer, en ekki birt kennitala og netfang.