Íbúasamtök 3. hverfis
 

Skólamál

Það er eitt af markmiðum íbúasamtakanna að styðja við skólastarf í 3. hverfi á hvern þann hátt sem verður til að bæta starfið og umgjörð þess.

Í 3. hverfi eru starfræktir fjölmargir skólar. Fyrst ber að telja tvo frábæra grunnskóla, Hlíðaskóla og Háteigsskóla. Síðan eru einkareknir skólar eins og Ísaksskóli sem kennir börnum á aldrinum 5 - 8 ára og Suðurhlíðaskóli auk Brúarskóla sem er sérskóli fyrir nemendur 5 - 10 bekkjar sem eiga við alvarleg hegðunar-, félagsleg og/eða geðræn vandamál að stríða.

Í hverfinu eru starfræktir 8 leikskólar: Hamraborg, Hlíðaborg, Klambrar, Nóaborg, Sólbakki, Sólborg, Sólhlíð og Stakkaborg.

Í hverfinu eru síðan Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kennaraháskóli Íslands.

Ásgerður H. Sveinsdóttir fer fyrir skólamálum í stjórn íbúasamtaka 3. hverfis.