Íbúasamtök 3. hverfis
 

Greinar

Hljóðvist

26. apríl 2006

Fólk í 3. hverfi býr víða við töluverðan hávaða frá umferð. Sumsstaðar hefur borgin komið til móts við íbúa með því að styrkja húseigendur til að setja hljóð-einangrandi gler í glugga á þeim hliðum sem snúa að umferð. Til að fá slíkan styrk þarf húsið að vera alveg upp við mikla umferðargötu.

Sumsstaðar í hverfinu hefur verið komið upp mönum sem skýla íbúðarhúsum fyrir hljóði og öðru áreiti frá umferð. Slíkar hljóðmanir eru til mikilla bóta og gera umhverfið vinsamlegt.

Þegar Suðurhlíðahverfið var byggt var komið upp hljóðmön við Kringlumýrarbrautina. Einnig er Morgun-blaðshúsinu og Háskólanum í Reykjavík skýlt fyrir bílumferð með mönum. Það er nokkuð undar-legt að húsum við Stigahlíð sé ekki einnig skýlt fyrir umferðinni. Mörg þeirra standa mun nær stórum umferðaræðum en fyrrgreind hús.

Ég vil skora á borgaryfirvöld að athuga hvort ekki megi setja upp mön meðfram Kringlumýrarbraut til að hlífa byggðinni við Stigahlíð við þeirri miklu umferð sem fer um Kringlumýrarbraut.

Hér er gott pláss fyrir hljóðmön sem mundi skýla hverfinu

- - -

Björn Valdimarsson er íbúi í 3. hverfiTil baka