Íbúasamtök 3. hverfis
 

Greinar

Áríðandi athugasemdir varðandi deilskipulagstillögu fyrir Einholt/Þverholt

Áríðandi athugasemdir varðandi deilskipulagstillögu fyrir Einholt/Þverholt (reitur 1.244.1/3).

Við viljum með þessu bréfi ÍTREKA allar áður innsendar athugasemdir, undirskriftarlistar og önnur mótmæli íbúa Holtahverfis við þetta deiliskipulag í núverandi mynd. Fjöldi íbúa nærliggjandi gatna hafa mótmælt deiliskipulaginu og hefur ENGINN enn fengið svar við innsendar athugasemdir þótt að frestur til að skila þeim inn hafi verið 1. mars sl.
Við teljum ÓHÆFT að samþykkja deiliskipulaginu í núverandi mynd þvert á vilja yfirgnæfandi meirihluta íbúa, sér í lagi í ljósi þess að í millitíðinni hafi orðið eigendaskipti á stærstu lóðunum sem munu hafa í för með sér verulegar breytingar á tillögunni og fyrirhugaðar framkvæmdir. Við teljum að forsendur fyrir samþykkið séu nú aðrar en voru þegar tillagan var auglýst þ.16.janúar sl. og að málsmeðferð brjóti jafnvel í bága við stjórnsýslulög. Við áskiljum okkur rétt til að beita réttarfarslegum úrræðum og kæra samþykktinni til úrskurðarnefndar í skipulags- og byggingarmálum.

Fyrir hönd íbúa

Anna B. Saari
Már GunnlaugssonTil baka