Íbúasamtök 3. hverfis
 

Greinar

Hvatning í Norðurmýri


Til íbúa Norðurmýrar, Hlíða, Holta og annarra Reykvíkinga.

Samtökin "Lifi Norðurmýrin, íbúasamtök" hafa löngum látið sig varða lítinn auðan reit við Njálsgötuna að baki Austurbæjar. Þessi blettur er sem lítið "grænt lunga" í þéttbýlinu í kring um Hlemm og nýbyggingaframkvæmdir í Holtunum. Samtökin hafa ítrekað en árangurslítið sent borgaryfirvöldum erindi varðandi endurreisn, viðhald og ekki síst umhirðu reitsins, sem hefur verið Reykjavíkurborg til vanvirðu árum saman. Halda mætti að þessi litli reitur hafi þegar verið dæmdur til dauða með "vanhirðuaðferðinni" sem nú er gjarnan beitt í Reykjavík, en mörg húsin í Borginni hafa fallið með þeirri aðferð.
Þetta er sorgleg staða, því margt er vel og fallega gert í henni Reykjavík okkar.

Enn vekja Samtökin "Lifi Norðurmýrin, íbúasamtök" athygli á málinu, nú á þar til gerðum, merkilegum þjónustuvef Reykjavíkurborgar, 12og.reykjavík.is. Samtökin hvetja lesendur þessa pistils til að fara  inn á upplýsingavefinn, kynna sér málefni nr. 67 og styðja það með þátttöku í skoðanakönnun sem þar er. Slík þátttaka getur stuðlað að framgangi málsins.

Um þetta leyti árs eru umhverfisyfirvöldin í borginni vön að hvetja okkur íbúana til að taka til í eigin húsagörðum og umhverfi, og er það vel. Enn betra væri  samt, að Reykjavíkurborg sjálf sýndi jafnframt sinn eigin sóma, tæki til í eigin ranni og setti umhirðu þessa litla fallega reits í sómasamlegt horf og tækju hann úr áralangri niðurlægingu, - borgin sýni hér einfaldlega gott fordæmi.

Verjum litla vin í steynsteypueyðimörkinni, farið inn á slóðina:

http://12og.reykjavik.is/   

- Málefnið er nr. 67, takið þátt í skoðanakönnun


Með kveðju,
Samtökin "Lifi Norðurmýrin, íbúasamtök"Til baka