Íbúasamtök 3. hverfis
 

Greinar

Ítrekaðar athugasemdir Íbúasamtakanna við tillögu að deiliskipulagi

Íbúasamtök 3. hverfis mótmæla tillögu að deiliskipulagi fyrir Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut og skora á Borgarstjórn Reykjavíkur að falla frá áformum um deiliskipulagið í þeirri mynd sem það er auglýst. Íbúasamtökin gagnrýna jafnframt harðlega að í engu hafi verið tekið tilliti til athugasemda og ábendinga sem samtökin sendu inn við drög að þessu sama deiliskipulagi 1. október 2011. Þá sýndu samtökin skilning á því að tillögurnar væru enn í mótun, enda var málið kynnt á þann veg. Því miður hefur þetta deiliskipulag ekki verið unnið ofan í kjölinn á þeim tíma sem liðinn er og enn er ótal spurningum ósvarað.

 

Athugasemdir okkar lúta fyrst og fremst að kafla mati á umhverfisáhrifum af deiliskipulagstillögunni og þær má sjá hér.Athugasemdir okkar lúta fyrst og fremst að kafla mati á umhverfisáhrifum af deiliskipulagstillögunni.

 

Athugasemdirnar frá október 2012 má sjá hér

 Til baka