Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Búsetareitur - athugasemdir um bílastæði og skuggavarp
Nágrannar uppbyggingarsvæðis Búseta við Einholt / Þverholt gera athugasemdir við bílastæðamál og skuggavarp í greinargóðum bréfum til allra Hlíðabúa. Tillagan liggur nú inni hjá borgaryfirvöldum og frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. desember næstkomandi. Við hvetjum alla til að kynna sér málin og senda inn sína skoðun!
Lesa grein


Aðalfundur og Nýr Landspítali
lfundur Íbúasamtaka 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar var haldin í sal Háteigsskóla 6. nóvember síðastliðinn. Páll Benediktsson var fundarstjóri og auk íbúa í Hlíðum voru viðstaddir fundinn eftirtaldir aðilar frá Reykjavíkurborg: Páll Hjaltason formaður Skipulagsráðs, Kristín Soffía Jónsdóttir, Stefán Agnar Finsson, Ólafur Bjarnason samgöngustjóri, Margrét Leifsdóttir og Karl Sigurðsson formaður Umhverfis- og samgönguráðs. Auk málefna Nýs Landsspítalas voru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá.
Lesa grein


Aðalfundur Íbúasamtakanna 6. nóvember næstkomandi
Mengun og umferðarmál vegna Nýs Landspítala í brennidepli! Aðalfundur Íbúasamtaka 3. hverfis – Hlíðar, Holt og Norðurmýri verður haldinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20:00 í Háteigsskóla við Háteigsveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum samtakanna og lýsir stjórn hérmeð eftir áhugasömum íbúum í hverfinu til að taka þátt í starfi stjórnar.  Einnig er á dagskrá fundarins umferðar – og mengunarmál í Hlíðum í tengslum við deiliskipulag Nýs Landspítala við Hringbraut. Samtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við mat deiliskipulagstillögunnar á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda. Samtökin hafa boðað fulltrúa frá borginni á fundinn.  Við hvetjum íbúa til að fjölmenna á aðalfundinn og taka þátt í starfi samtakanna. Okkur vantar einn nýjan meðlim í stjórn fyrir 2012-2013. Þeir íbúar sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis eru beðnir um að hafa samband við formann í steinunn100@gmail.com.
Lesa grein


Hverfahátíð og skottmarkaður 8. september 2012
Hin stórskemmtilegi skottmarkaður Íbúasamtakanna verður haldinn að Hlíðarenda, við Valsheimilið, laugardaginn 8. september næstkomandi. Skottmarkaðurinn er orðinn árviss viðburður í Hlíðum og á honum hefur ávallt myndast frábær stemmning. Á skottmarkaði er heimilisbíllinn notaður sem sölubás og þar ganga kaupum og sölum allskyns munir úr geymslum íbúa. Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða er einnig haldin hátíðleg við Hlíðarenda þennan dag og þar verður margt um að vera. Hér má sjá fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar, og hægt verður að dansa zumba, horfa á skákmót, kaupa kökur og alls konar leikir og íþróttaþrautir verða í boði fyrir börnin. Hér má sjá dagskrá Hverfahátíðarinnar á laugardaginn. Markaðurinn hefst klukkan 12 og hátíðahöldin klukkan 13 og standa þau til klukkan 16. Þá er frítt í Sunhöllina frá kl. 16-18 Láttu þig ekki vanta á hverfahátíð og skottmarkað á laugardaginn!
Lesa grein


Kynningarfundur um uppbyggingu Búseta á Einholts/Þverholtsreitnum
Kynningar- og upplýsingafundur vegna framtíðarskipulags við Einholt-Þverholt verður fimmtudaginn 6. september kl. 17:00-18:15 í Ofnasmiðjuhúsinu við Háteigsveg. Hvetjum alla til að mæta!
Lesa grein


Bikarúrslitaleikur Valur-Stjarnan
Laugardaginn 25.ágúst leika Valskonur til úrslita í Borgunarbikarkeppni KSÍ gegn liði Stjörnunnar. Leikurinn hefst kl.16:00 á Laugardalsvelli og er ljóst að um hörkuleik verður að ræða, enda tvö af besu liðum landsins undanfarin ár. Valsstúlkur eru handhafar bikarsins á meðan Stjarnan er handhafi Íslandsmeistaratitilsins. Við hvetjum alla Valsara til þess að fjölmenna í Laugardalinn og styðja stelpurnar á laugardaginn.
Lesa grein


Aðalfundur ÍBS 3 2011
Íbúasamtaka 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar. Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 13. desember kl. 20. Rithöfundar lesa upp og kaffistofan opin!
Lesa grein


Athugasemdir ÍBS 3 vegna Landspítala
Athugasemdir Íbúasamtaka 3. Hverfis vegna deiliskipulagstillögu Landsspítala við Hringbraut.
Lesa grein


Hverfahátíð 2011
Risa skottmarkaður á Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða á Hlíðarenda 27. ágúst 2011
Lesa grein


Skottmarkaður 4. september
Íbúasamtök 3. hverfis endurtaka leikinn frá því í fyrra og halda skottmarkað á bílastæðinu við Kjarvalsstaði laugardaginn 4. september frá klukkan 11 -15
Lesa grein


Útilífsskóli Landnema 2010
Nú er skráning fyrir sumarnámskeiðin í útilífsskóla skátafélagsins Landnema komin á fullt en útilífsskólinn er fyrir alla krakka á aldrinum 8-12 ára (fædd ´98-´02).
Lesa grein


Bjargráð eða bjarnargreiði
Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir borgarafundi í Iðnó, mánudaginn 2. nóvember 2009 kl. 20:00.
Lesa grein


Ný stjórn og samgöngustefna Hlíða samþykkt
Á aðalfundi ÍBS 3 tók ný stjórn við, samgöngustefna Hlíða var samþykkt og niðurstaða samráðshóps um Miklatún kynnt.
Lesa grein


Skottmarkaður slær í gegn
Skottmarkaðurinn á hverfahátíðinni í umsjá Íbúasamtaka 3. hverfis vakti mikla lukku.
Lesa grein


Hverfislögregla lögð af
Lög hefur verið niður staða hverfislögreglu í Hlíðum og stjórn ÍBS 3 hefur ályktað um málið.
Lesa grein


Börn í lífshættu í Hlíðum
"... þá kom þar að bíll úr hringtorginu og ók á miklum hraða yfir á rauðu ljósi."
Lesa grein


Feikigóður og fjölmennur fundur um Miklatún
Frábær samráðsfundur um endurnýjun Miklatúns þar sem hátt í 100 manns mættu!
Lesa grein


Opinn borgarafundur um Miklatún
Reykjavíkurborg boðar til samráðsfundar borgarinnar og íbúa um endurnýjað Miklutún, miðvikudaginn 6. maí kl. 17 á Kjarvalsstöðum
Lesa grein


Fundur í samgönguhópi ÍBS 3
Fundur verður haldinn í samgönguhóp Íbúasamtaka 3. hverfis miðvikudaginn 29. apríl kl. 17 í fundarherbergi Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða að Skúlagötu 21
Lesa grein


Ráðstefna Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun stendur fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni "AÐ MÓTA BYGGÐ ... með áherslu á lífsgæði."
Lesa grein


Íbúasamráð vegna Miklatúns
Reykjavíkurborg hefur kallað Íbúasamtök 3. hverfis til þátttöku í ferli vegna hugmynda um endurskipulag Miklatúns.
Lesa grein


Heimboð til stjórnamálaflokka
Fulltrúa ÍBS3 var nýverið boðið á fund hjá stjórnamálaflokki og býður öðrum slíkar heimsóknir.
Lesa grein


Hlíðarnar sameinaðar!
Stokkalausn á Miklubraut allt í gegnum Hlíðarnar er niðurstaða samráðs íbúa og borgaryfirvalda um lausnir á KriMi.
Lesa grein


Skipulagsráð staðfestir lóð fyrir útisundlaug
Búið er að tryggja lóð sunnan Sundahallar undir útisundlaug.
Lesa grein


Foreldrafundur með Menntasviði
Fundur með foreldrum í Miðborg/Hlíðum fimmtudaginn 2. okt. kl. 20 í Háteigsskóla!
Lesa grein


Mikill hraðakstur í Stakkahlíð og Hamrahlíð
Aðgerða er þörf í Hlíðum, sérstaklega í Stakkahlíð þar sem nær helmingur bíla ekur yfir hámarkshraða og í Hamrahlíð þar sem 38% aka of hratt.
Lesa grein


Svifryk komið yfir mörkin í ár
Svifryk er þegar komið fram úr leyfilegum fjölda yfir heilsufarsmörkum, nú þegar árið er ekki einu sinni hálfnað.
Lesa grein


Opinn borgarafundur um KriMi tillögur
Opinn borgarafundur um KriMi tillögur verður miðvikudaginn 16. apríl kl. 17 í Kennaraháskólanum.
Lesa grein


Gríðarlegur samfélagskostnður
Visbendingar eru um að samfélagskostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé yfir 30 milljarðar.
Lesa grein


KriMi tillögur borgaryfirvalda
Nýjar tillögur KriMi vekja litla lukku meðal íbúa en ekkert samráð hefur verið haft við þá í málinu. Stjórn ÍBS3 hefur rýnt tilllögur borgarinnar.
Lesa grein


Tillögur ÍBS 3 í átak Reykjavíkurborgar
45 góðar hugmyndir til að bæta lífsgæði í Hlíðunum sem eru samgönguhverfi borgarinnar 2007-2008
Lesa grein


Samgönguvika 2007-2008
Hlíðarnar eru borgarhverfi samgönguviku - nánar í nýju fréttabréfi ÍBS3
Lesa grein


Hverfishátíð Laugardag 1. sept.
Nýtt rafrænt fréttabréf komið út; hverfishátíð, Valur, KriMi, mastur og Miklatún.
Lesa grein


Svifryk komið í hámark ársins 2010
Þann 1. maí var svifryk í Reykjavík er þegar komið í það hámark sem heimilt verður árið 2010
Lesa grein


Aldrei fleiri athugasemdir
Aldrei hafa borist fleiri athugasemdir við deiliskipulagsauglýsingu en vegna Einholts - Þverholts reitsins.
Lesa grein


Ný auglýsing Einholt / Þverholt
Ekkert tillit tekið til sjónarmiða og mótmæla íbúa í nýju deiliskipulagi
Lesa grein


Þjónusta við eldri borgara í 3. hverfi
Reykjavíkurborg hefur gefið út bækling um þjónustu fyrir eldri borgara í Miðborg og Hlíðum.
Lesa grein


Umræður um KriMi gatnamót á Alþingi
Samgönguráðherra svaraði fyrirspurn um hvað liði gerð mislægra gatnamóta KriMi
Lesa grein


Hverfislögreglan
Birgir Örn Guðjónsson er hverfislögreglumaður 3. hverfis og tekur við ábendingum frá íbúum 3. hverfis.
Lesa grein


Fjölmennur aðalfundur
Aðalfundur Íbúasamtaka 3. hverfis var haldinn fimmtudaginn 12. október og sóttu hann um 100 manns.
Lesa grein


Frá umferðarnefnd Hlíðaskóla
Umferðarnefnd Hlíðaskóla vinnur ötulega að því að bæta umferðarmenningu í Hlíðahverfi
Lesa grein


Vel heppnuð hverfahátíð á Miklatúni
Hverfishátið var haldin á Miklatúni þann 9. september og var gerður góður rómur að henni.
Lesa grein


9 af hverjum 10 íbúum í Hlíðunum vilja ekki mislæg gatnamót
Könnun á vefnum leiðir í ljós mjög eindregna niðurstöðu gegn mislægum gatnamótum.
Lesa grein


Skynsamlegt að setja Miklubraut í stokk
Verkfræðingar telja skynsamlegt að leggja Miklubraut í stokk en eru ekki mjög hrifnir af mislægum gatnamótum
Lesa grein


Svör framboðanna í Reykjavík
Stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis sendi öllum framboðum spurningar í tengslum við málefni sem brenna á hverfinu.
Lesa grein


Opið hús í Hlíðaskóla
Hlíðaskóli fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir og þar verður opið hús laugardaginn 20. maí.
Lesa grein


Spurningar til framboða í Reykjavík
Stjórn ÍBS3 hefur sent spurningalista til allra framboða í Reykjavík varðandi málefni í hverfinu.
Lesa grein


Fundir með frambjóðendum
Stjórn íbúasamtaka 3. hverfis hefur átt fundi með tveimur framboðum til borgarstjórnar í vor.
Lesa grein


Borgaraþing í Ráðhúsinu
Íbúasamtök efna til borgaraþings um málefni Reykjavíkur. Flutt verða framsöguerindi og unnið í vinnustofum.
Lesa grein


Hlemmur + þétting byggðar í 3. hverfi
Kynningarfundur var haldinn á Kjarvalsstöðum þann 24. janúar á vegum skipulagsráðs og skipulags og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Lesa grein


Almennur kynningarfundur á Kjarvalstöðum
Skipulagsráð og Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar boðar til almenns kynningarfundar á Kjarvalstöðum þriðjudaginn 24. janúar kl. 17 - 19.
Lesa grein


Íbúasamtök 3. hverfis stofnuð
Íbúasamtök 3. hverfis voru stofnuð á almennum borgarafundi í Kennaraháskólanum þann 24. nóvember 2005. Um 50 manns mættu á fundinn þar sem lög Íbúasamtakanna voru samþykkt og ný stjórn kjörin.
Lesa grein