Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Hlemmur + þétting byggðar í 3. hverfi

Kynningarfundur á Kjarvalsstöðum

Skipulagsráð og skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur héldu kynningarfund vegna verkefnisins Hlemmur + á Kjarvalstöðum þann 24. janúar. Dagur B. Eggertsson reyfðaði hugmyndir um nýtt hlutverk svæðisins. Valdís Bjarnadóttir arkítekt kynnti hugmyndir að deiliskipulagi á svæðinu og síðan kynnti Kjartan Mogensen arkítekt auglýsta tillögu að deiliskipulagi fyrir Þverholt/Einholts reitinn sem er fjallaðu um hér á síðunni. Reynir Vilhjálmsson arkítekt, sem hannaði lystigarðinn á Miklatúni, fór í gegnum þá þróun sem þar hefur átt sér stað, ásamt þeim hugmyndum sem enn á eftir að hrinda í framkvæmd í garðinum. Helgi Gunnarsson frá Nýsi sagði frá uppbyggingu Austurbæjarbíós og hvernig húsið yrði uppgert að utan í nær upprunalegri mynd, en um leið gert að nútímalegu fjölnotahúsi að innan. Hilmar Sigurðsson formaður íbúasamtaka 3. hverfis kynnti samtökin og fjallaði stutt um íbúalýðræði þar sem m.a. kom fram að almennt er þróunin í átt að auknu íbúalýðræði, þótt langt sé í land að það teljist orðið algilt hér. Kynning Hilmars er aðgengileg hér á vefnum.

Eftir framsögur var opnað fyrir pallborðsumræður þar sem Dagur B. Eggertsson og Helga Bragadóttir skipulagsfullrúi Reykjavíkur sátu fyrir svörum. Í grein í Morgunblaðinu þann 25. janúar er farið í gegnum fyrirspurnir og svör við þeim.Til baka