Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Borgaraþing í Ráðhúsinu

“BLESSUÐ SÉRTU BORGIN MÍN”
borgaraþing í Ráðhúsi Reykjavíkur
1. apríl 2006
Reykvíkingar látum rödd okkar heyrast á borgaraþingi

Nú er komið að því kæru borgarbúar. Við höldum okkar eigið þing og látum rödd okkar heyrast. Þau íbúasamtök sem virk eru í Reykjavík hafa stillt saman strengi sína og efna til borgaraþings í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 1. apríl. Þessi samtök eru:

Íbúasamtök Grafarvogs, Íbúasamtök Laugardals, Íbúasamtök Vesturbæjar-norður, Íbúasamtök Vesturbæjar-suður, Íbúasamtök Þriðja hverfis og Samtök um betri byggð

Á þinginu verður tekið á atriðum, sem snerta líf okkar allra, m.a. á íbúalýðræði, umferðarmálum, sjálfbærri þróun, skipulagsmálum, almenningssamgöngum, á sjálfsmynd Reykvíkinga og á félags- og velferðarmálum.
Kjörið tækifæri til að hafa áhrif á stefnumál flokkanna í vor

Á þinginu verða flutt 6 erindi. Á milli erinda verða myndaðir umræðuhópar á vinnuborðum, þar sem borgarbúar geta rætt brýnustu málefni borgarinnar. Niðurstöður vinnuborðanna verða svo teknar saman og kynntar fyrir pallborði, sem í taka þátt formenn íbúasamtakanna auk fulltrúa þeirra stjórnmálaafla, sem bjóða fram í kosningum til borgarstjórnar í vor og fá þeir þá tækifæri til að tjá sig um niðurstöður vinnuborðanna og taka þátt í gagnvirkum umræðum.
Niðurstöður þingsins verða teknar saman í greinargerð og birtar sem innlegg íbúasamtakanna í kosningaumræðuna.

Við hvetjum alla Reykvíkinga til að grípa tækifærið og mæta á þing okkar allra í Ráðhúsinu laugardaginn 1. apríl til að skiptast á skoðunum um mál, sem varða okkar heimabyggð. Þingið hefst kl. 10 og stendur til kl. 15.

DAGSKRÁ þingsins er hér í PDF formi.

Íbúasamtök Grafarvogs
Íbúasamtök Laugardals
Íbúasamtök Vesturbæjar-norður
Íbúasamtök Vesturbæjar-suður
Íbúasamtök Þriðja hverfis
Samtök um betri byggðTil baka