Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Opið hús í Hlíðaskóla

Opið hús hjá síungu afmælisbarni

Í tilefni af 50 ára afmæli Hlíðaskóla verður opið hús laugardaginn 20. maí. Skólinn verður til sýnis öllum þeim sem hafa áhuga á að líta við, gera sér glaðan dag og fræðast um þá miklu og metnaðarfullu starfsemi sem fer fram innan veggja hans. Allar stofur skólans verðar opnar, jafnt almennar kennslustofur sem sérgreinastofur, gestum til yndis og ánægju – og jafnfram til fróðleiks. Nemendur og kennarar hafa lagt mikla vinnu í að skreyta stofur sínar á margbreytilegan hátt.

Húsið verður opnað kl.10.00 og stendur hátíðin yfir til kl. 15.00. Dagskrá á hátíðarsal skólans hefst klukkan 10.30. Flutt verða ávörp, sýnd dansatriði, leikatriði og hlýtt á einsöng og kórsöng. Verðlaun verða veitt í ljóðasamkeppni sem fram fór meðal nemenda skólans og boðið verður upp á ýmsar fleiri uppákomur. Skemmtidagskráin verða endurtekin kl. 13.00.

Í vetur hafa nemendur  og starfsmenn skólans unnið sameiginlegt listaverk sem þeir ætla að færa skólanum til eignar á þessum tímamótum. Verkið er afar litríkt og minnir á þann fjölbreytileika sem lifandi stofnun eins og Hlíðaskóli hefur að geyma. Listaverkið verður afhjúpað klukkan tólf á hádegi hátíðardaginn.

Í matsal nemenda mun standa yfir sýning, þar sem fjallað verður um sögu skólans og þjóðarinnar frá árinu 1955 fram til þessa dags. Þar verða líka veitingar í boði.

Það er von okkar allra að sem flestir sjái sér fært að líta við og eiga góða stund með okkur í tilefni  þessara merku tímamóta.

Nemendur og starfsfólk Hlíðaskóla.Til baka