Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Skynsamlegt að setja Miklubraut í stokk

Í sjónvarpsfréttum þann 19. júní var viðtal við Gunnar Inga Ragnarsson umferðarverkfræðing sem telur skynsamlegt að leggja Miklubraut í stokk en er ekki mjög hrifinn af byggingu mislægra gatnamóta á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Hann telur að ef fara eigi í mislæg gatnamót, þá verði sjálfgefið að það þurfi að fara í mislæg gatnamót á næstu gatnamótum í kring. Að mati Gunnars Inga eru hugmyndir nýs meirihluta í raun eingöngu tilfærsla á vandamálum. 

Þessi skoðun Gunnars er í samræmi við það sem komið hefur fram í tengslum við verkefnið Samgönguskipulag í Reykjavík sem er unnið af verkfræðistofunni Hönnun fyrir Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar. Þorsteinn R. Hermannsson umferðarverkfræðingur hjá Hönnun staðfestir að niðurstöður Gunnars Inga séu í samræmi við niðurstöður greiningar á stöðu og stefnu í samgönguskipulagi. Í skýrslu Hönnunar um fyrsta hluta verkefnisins er að finna greiningu á umferðarálagi á Miklubraut og Kringlumýrarbraut og talað um mögulegar lausnir til að bæta nýtingu samgöngukerfa, m.a. fleytitíð til að minnka toppa í umferðarálagi. Skýrsluna má nálgast hér.

Auk þessara sérfræðinga, þá segjast 9 af 10 íbúum í póstnúmeri 105 EKKI vilja mislæg gatnamót.

Gísla Marteini Baldurssyni, nýjum formanni Umhverfisráðs finnst hinsvegar enn góð hugmynd að reisa hraðbrautarmannvirki í miðri borg. Hægt er að sjá alla fréttina á vef RÚV.Til baka