Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

9 af hverjum 10 íbúum í Hlíðunum vilja ekki mislæg gatnamót

Í könnun sem nú stendur yfir á vef Íbúasamtaka 3. hverfis í Reykjavík – www.hlidar.com – hefur komið í ljós að íbúar hverfisins leggjast nær eindregið gegn fyrirætlunum nýs borgarmeirihluta um mislæg gatnamót á mótum Kringumýrarbrautar og Miklubrautar. Nálægt 200 íbúar í póstnúmeri 105 hafa þegar staðfest skoðun sína en alls hafa á fjórða hundrað manns sagt sitt álit. Í heildina eru 80% þeirra sem hafa sagt skoðun sína á móti mislægum gatnamótum þarna.

Stjórn íbúasamtaka Þriðja hverfis hefur jafnframt ályktað gegn slíkum  hraðbrautarmannvirkjum í miðju borgarhverfinu. Samtökin hafa skorað á borgaryfirvöld að vinna að málinu í góðri samvinnu og samráði við íbúa og sent borgarstjóra og formönnum umhverfisráðs og skipulagsráðs bréf þar um.  Samtökin hafa jafnframt lagt til við borgaryfirvöld að þau stuðli að sameiningu hverfisins með því að koma Miklubrautinni í yfirbyggðann stokk all leið þar sem hún liggur í gegnum hverfið en í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna lýstu öll framboðin stuðningi við þá ráðstöfun. Að auki hafa umferðarverkfræðingar hafa tekið undir þessa skoðun íbúasamtakanna. Slík lausn er að mati íbúasamtakanna mun íbúavænni aðgerð og myndi gera þessu vinsæla hverfi kleift að blómsta á ný og forða hverfinu frá því að festast endanlega sem margar smáeyjar íbúðabyggðar, einangraðar af hljóð- og loftmengandi stjórfljótum umferðar, líkt og nú er.

Á vef íbúasamtaka 3. hverfis eru ýmsar upplýsingar um þetta mál, skýrslur og annað sem gefið hefur verið út um málið. Stjórn íbúasamtaka 3. hverfis skorar á borgarbúa að kynna sér þær ítarlega og benda sérstaklega á nýlega skýrslu sem verkfræðistofan Hönnun vann fyrir Reykjavíkurborg en í þeirri skýrslu kemur skýrt fram hvernig borgin okkar stefnir hraðbyri að því að verða í líkingu við verstu hraðbrautaborgir Bandaríkjanna.Til baka