Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Vel heppnuð hverfahátíð á Miklatúni

Það voru nokkur hundruð manns sem mættu á Miklatún, laugardaginn 9. september þar sem haldin var Hverfahátíð Hlíða og Miðborgar. Hátíðin var skipulögð af verkefnahópnum Samtaka sem vinnur m.a. að forvarnastarfi í hverfinu okkar. Íbúasamtök 3. hverfis kynntu sína starfsemi og lá upplýsingablað um samtökin frammi í tjaldi á svæðinu. Það var mál manna að hátíðin væri hin besta og hún gæti bara vaxið og dafnað eftir svona byrjun en mætti þó kannski vera aðeins fyrr á ferðinni.

Til baka