Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Fjölmennur aðalfundur

Fimmtudagskvöldið 12. október var haldinn aðalfundur Íbúasamtaka 3. hverfis. Einar Kárason rithöfundur stýrði fundi af röggsemi. Gerð var grein fyrir starfi samtakanna síðasta árið, lagðir fram reikningar þess og kosið í stjórn félagsins. Fráfarandi stjórn gaf kost á sér áfram utan einnar og var Guðrún Hulda Aðils Eyþórsdóttir kjörin ný í stjórn samtakanna.

Að afloknum hefðbundnum aðalfundarstörfum komu Hrólfur Jónsson og Ólafur Bjarnason, sviðstjórar Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar á fundinn og fóru yfir þær tillögur sem liggja fyrir um mislæg gatnamót á Kringlumýrar- og Miklubraut, auk þeirra hugmynda sem eru uppi um að setja Miklubraut í yfirbyggðan stokk.

Í máli þeirra kom fram að væntanlega verður litið á þessi tvö verkefni sem eitt heilstætt og að þau fari saman í umhverfismat. Ólafur nefndi að vænta mætti að ef farið verður í þetta, gætu framkvæmdir hafist árið 2009. Hann nefndi jafnframt að væntanlega þyrfti að taka af fjölbýlishúsinu við Lönguhlíð, a.m.k. þann hluta sem stendur næst Miklubraut. Það er því ljóst að hús verði að víkja fyrir þessu verkefni.

Ólafur og Hrólfur svöruðu fjölmörgum spurningum fundargesta og við sumum þeirra voru þegar til svör en önnur þarfnast skoðunar við.

Aðalfund Íbúasamtaka 3. hverfis sóttu rétt um 100 manns og má nálgast fundargögn hér.Til baka