Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Hverfislögreglan

Hverfislögregla

Birgir Örn Guðjónsson er hverfislögreglumaður Hlíðahvefis. Birgir er tengiliður íbúa við lögregluna og kemur m.a. að verkefni um nágrannavörslu sem er á tilraunastigi. Hann hefur umsjón með forvarnarstarfi og heldur utan um upplýsingar sem snúa að 3. hverfi, ásamt því að sinna fræðslumálum og málefnum ungs fólks í hverfinu.

Ólíkt því sem þekkist úr t.d. Breiðholti og Grafarvogi, hefur hverfislögreglan í Miðborg- og Hlíðum enga sérstaka hverfisstöð og hefur Birgir aðsetur á Lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Birgir tekur á móti ábendingum varðandi hverfið sem snúa að lögreglunni. Þó er rétt að benda á að best er að senda málefni sem varða umferðarmál beint á Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík.

Sjá nánar

 Til baka