Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Umræður um KriMi gatnamót á Alþingi

Samgönguráðherra svaraði fyrirspurn á Alþingi þann 6. desember 2006 um hvað liði gerð mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Fyrirspyrjandi var Guðjón Ólafur Jónsson og rakti hann m.a. umfjöllun Íbúasamtakanna, kröfu þeirra um stokkalausn allt í gegnum hverfið og hvatti til samráðs við Íbúa. Í máli samgönguráðherra kom m.a. fram að hann teldi skiptar skoðanir um málið og sú lausn sem varð ofan á sumarið 2005 þyrfti að nýta betur, áður en ráðist væri í slíkt mannvirki. Ráðherra fór yfir forsöguna í stuttu máli og harmaði að horfið hafi verið frá kynningu á umhverfismati í árslok 2004.

Yfirlit yfir þá sem töluðu í umræðunni má finna á vef Alþingis og þar munu ræður verða birtar, en þær eru enn ekki komnar inn þegar þetta er ritað.Til baka