Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Ný auglýsing Einholt / Þverholt

Þann 5. febrúar 2007 auglýsir skipulagsfulltrúi í Reykjavík nýja tillögu að deiliskipulagi fyrir Einholt / Þverholts reitinn. Mjög lítill munur er á þessari nýju tillögu og þeim sem var vísað aftur til Skipulagsráðs þann 20. júní 2006. Nýtingarhlutfall lóða er það sama, hæð húsa sama  og ekkert samráð hefur verið haft við íbúa á þeim tíma sem hefur liðið frá því að Borgarstjórn ákvað að vísa málinu aftur til skipulagsráðs. Þar að auki eru allar athugasemdir við fyrri auglýsingu ógildar. Því þurfa íbúar að gera athugasemdir á ný. Spurningar vakna um lögmæti slíkrar meðferðar þegar svo litlar breytingar eru gerðar á milli tillagna.

Hægt er að lesa meira um þetta hér á vef Íbúasamtaka 3. hverfis.Til baka