Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Svifryk komið í hámark ársins 2010

Svifryk í Reykjavík er þegar komið í hámark þeirra skipta sem það má fara yfir heilsufarsmörk eins og þau verða skilgreind árið 2010. Á tímabilinu janúar til loka apríl hefur svifrykið 10 sinnum farið yfir skilgreind heilsufarsmörk. Í ár er heimilt skv. reglugerð að þessi skipti mega verða 23 í ár en árið 2010 mega þessi skipti eingögnu verða 10 sinnum á ári. Það er því ljóst að mikið verk er framundan við að koma svifryksmengun í ásættanlegt form á næstu 2-3 árum. Yfirlit eftir mánuðum er birt hér á vef Íbúasamtaka 3. hverfis, þar sem einnig eru frekari upplýsingar um svifrykið.

Til baka