Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Samgönguvika 2007-2008

Hlíðarnar eru borgarhverfi samgönguviku 2007-2008

Íbúum 3. hverfis er sérstaklega boðin þátttaka í vinnustofunni “Hverfið mitt – hvernig á það að vera?” miðvikudaginn 19. september kl. 18-21.

Safnast verður saman á bílaplaninu við Kjarvalsstaði kl. 18 og gengið um hverfið í leiðsögn Margrétar Þormar, arkitekts á skipulags og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Kl. 19 verður súpa og brauð gegn vægu gjaldi á Kjarvalsstöðum og að því loknu verður hugarflugsfundur um framtíð Hlíðahverfis undir stjórn Sigtryggs Jónssonar framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða.

Þetta er kærkomið tækifæri fyrir okkur íbúa að koma að okkar sjónarmiðum varðandi samgöngu í hverfinu okkar. Við hvetjum alla til að mæta á Kjarvalsstaði kl. 18 og taka þátt í þessari dagskrá!

Hægt er að nálgast dagskrá Samgönguviku 2007 hér í pdf formi.

Rafrænt fréttabréf ÍBS 3 má sjá hér.

 Til baka