Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Gríðarlegur samfélagskostnður

Samfélagskostnaður af völdum mengunar frá umferð er gífurlegur og vanmetinn víða. Í Toronto í Kanada hafa yfirvöld reiknað út samfélagslegan kostnað af völdum mengunar frá umferð. Þar er áætlaður árlegur kostnaður vegna ótímabærs dauða 2,2 milljarðar CAD og um 5 milljarðar CAD sé tekið mið af veikindum, fjarveru frá vinnu, sjúkrakostnaði og öðru slíku. Ef þessar tölur eru speglaðar yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 198.000 manns búa, þá er samfélagslegur kostnaður hér af völdum mengunar frá umferð um 30 milljarðar íslenskra króna. Ársgildi svifryksmengunar í Kanada og á Íslandi af völdum umferðar er mjög svipuð samkvæmt tölum WHO - alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Til baka