Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Svifryk komið yfir mörkin í ár

Í dag, 4. júní 2008, fór svifryk í Reykjavík í tuttugasta skiptið yfir heilsufarsmörk. Skv. reglugerð 251/2002 þá mega þessi skipti vera 18 í ár og þegar reglugerðin hefur að fullu tekið gildi árið 2010 mega slík skipti vera að hámarki 7 á ári. Hér á vefsíðunni er ítarlega fjallað um mengun í Hlíðum undir liðnum "Sameinum Hlíðarnar". Þar má sjá gröf og upplýsingar um svifrykið, hvernig það er til komið, hvaða heilsufarslegu áhrif það hefur og annað sem tengist mengun af völdum umferðar.

Íbúasamtök 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri - hafa frá upphafi haft þetta mál á sinni könnu og héldu í mars 2007 fjölmennan íbúafund um málið í Háteigsskóla. Glærur frá þeim fundi eru einnig aðgengilegar hér á síðunni.Til baka