Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Mikill hraðakstur í Stakkahlíð og Hamrahlíð

Lögreglan í Reykjavík mældi hraðakstur á völdum götum í íbúðahverfum í Reykjavík á tímabilinu mars - júlí. Niðurstöður þessara mælinga hafa nú verið birtar á vef lögreglunnar. Þegar skoðað er hvernig ástandið er á götum í Hlíðum, kemur í ljós að af fjórum götum sem voru mældar, er akstur yfir hámarkshraða algjörlega óviðunandi í þremur þeirra.

Ástandið er sýnu verst í Stakkhlíð en við þá götu er Ísaksskóli, auk þess sem fjölmörg börn á leið í Háteigsskóla þurfa að fara yfir þá götu. Það er mjög algengt að bílstjórar beygi til hægri inn í Stakkahlíð, til að forðast bið á ljósum við Lönguhlíð, á leið vestur í bæ. Einnig er endalaust umferðaröngþveiti við 365 sem er á horni Stakkahlíðar og Skaftahlíðar. Íbúar við efri hluta Skaftahlíðar hafa lengi beðið að e.h. verði gert í þeim málum. Nýjustu upplýsingar eru að það sé fyrirhugað að loka Skaftahlíð við þrengingu fyrir ofan 365 og því takmarkað aðgengi að efri hluta götunnar. Íbúar þurfa þá að fara um Bólstaðahlíð til að komast í efri hluta Skaftahlíðar, en um leið er skorið á hringakstur upp Skaftahlíð og út í Bólstaðahlíð og því ætti þessi aðgerð líka að bæta ástand um Bólstaðahlíð austan Stakkahlíðar. 3.000 bílar fara um Stakkahlíð daglega.

Ástandið er litlu skárra við Hamrahlíð, en við þá götu standa Hlíðaskóli og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Tæplega fjórðungur bíla sem fer um Hamrahlíð ekur yfir hámarkshraða. Aðgerðir til að stemma stigu við hraða í Hamrahlíð hafa verið í gangi í talsverðann tíma, en greinilegt að ekki er nóg að gert. Fjórðungur ökumanna aka svo of hratt við Háteigsskóla, þrátt fyrir að þar séu 4 hraðahindranir á mjög stuttum kafla.

Taflan hér að neðan er að hluta unnin upp úr upplýsingum lögreglu og gögnum frá Reykjavíkurborg úr umferðartalningu 2004 og 2006.Til baka