Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Skipulagsráð staðfestir lóð fyrir útisundlaug

Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að lóð sunnan Sundhallarinnar í Reykjavík verði frátekin fyrir útisundlaug. Frétt þessa efnis birtist í Morgunblaðinu og er þetta sérstakt fagnaðarefni fyrir íbúa að búið sé að tryggja að lóðin verði nýtt á þennan hátt. Alls höfðu 849 manns sett nafn sitt á áskorun til borgaryfirvalda þegar þessi staðfesting kom frá skipulagsráði, bæði á vef og á lista sem lá frammi í Sundhöllinni. Nú er bara að klára hönnun og koma útisundlauginni á framkvæmdaáætlun.

Til baka