Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Heimboð til stjórnamálaflokka

Fulltrúa Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri - var nýverið boðið á fund Framtíðarhóps Samfylkingarinnar um skipulagsmál og íbúalýðræði þar sem farið var yfir samskiptin við borgaryfirvöld vegna mislægra gatnamóta á Kringlumýrarbraut og Miklubraut og starf íbúasamtakanna í samráðshópi um þá framkvæmd.  Um leið og samtökin þakka gott boð og áhuga á starfi samtakanna, þá lýsa þau sig jafnframt reiðbúin að mæta á fundi hjá öðrum stjórnmálaflokkum til að kynna starf samtakanna og þeirra sýn m.a. á skipulagsmál og hugmyndir um íbúalýðræði. 

Til baka