Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Íbúasamráð vegna Miklatúns

Vinnhópur Reykjavíkurborgar hefur kallað til fulltrúa Íbúasamtaka 3. hverfis til að taka þátt í undirbúningi að opnum Borgarafundi um hugmyndir að breytingum á Miklatúni. Fundurinn verður haldinn 16. apríl kl. 17 á Kjarvalsstöðum.

Það er einstaklega ánægjulegt að þetta form sé haft á málum að hálfu Borgaryfirvalda, enda óhætt að fullyrða að reynslan úr samráðsferli vegna mislægra gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar hafi verið mjög árangursríkt og ekkert sem stefnir í annað hér.

Steinunn Þórhallsdóttir fer fyrir Íbúasamtökum 3. hverfis í þessu máli.Til baka