Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Börn í lífshættu í Hlíðum

Eftirfarandi saga kemur frá móður í Hlíðum:

Ég fylgi syni mínum ætíð í skólann. Nú síðasta haust ýtum við á takka gönguljósanna í Hamrahlíðinni (þessi sem eru við Hlíðaskóla). "Græni kallinn" kemur og sonur minni (7 ára) stekkur af stað - ég hrópaði á hann að stoppa sem hann gerði, kominn miðja vegu, en þá kom þar að bíll úr hringtorginu og ók á miklum hraða yfir á rauðu ljósi. Það munaði sentimetrum að ég hefði horft á ... og afsakið orðbragðið helv.... bílinn keyra á barnið mitt.  Eftir þessa reynslu er ég æviráðin í reyna að bæta öryggi barna (og í raun allra) í mínu heimahverfi.

 Til baka