Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Hverfislögregla lögð af

Stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis hefur samþykkt eftirfarandi ályktun:

„Íbúasamtök 3.hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýri lýsa yfir miklum áhyggjum með að staða hverfislögreglumanns í 3.hverfi hefur verið lögð af og telja að með því hafi dregið verulega úr vægi forvarnarstarfs lögreglunnar í hverfinu.  Horfur í atvinnumálum unglinga í sumar eru mjög tvísýnar sem leiða mun til aukinnar áhættuhegðunar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Reynslan sýnir að staða sérstaks hverfislögreglumanns sem almenn ánægja hefur verið með og byggt hefur upp þekkingu og tengslanet við lykilaðila í hverfinu, hefur mikið forvarnargildi t.d. þegar hópamyndun unglinga á í hlut og skora samtökin því á Lögregluyfirvöld í borginni að endurskoða afstöðu sína.“ Til baka