Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Íbúasamtök 3. hverfis stofnuð

24. nóvember 2005

Íbúasamtök 3. hverfis voru stofnuð á almennum borgarafundi í Kennarháskólanum þann 24. nóvember 2005. Fundurinn var boðaður með dreifibréfi í öll hús í hverfinu, sem tekur yfir Hlíðar, Holt, Norðurmýri, Suðurhlíðar, Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Á fundinum flutti Kristín Þorleifsdóttir erindi um íbúalýðræði og síðan var borin upp tillaga um stofnun Íbúasamtaka í hverfinu sem var samþykkt samhljóða. Lagð var fram tillaga að lögum félagsins og var hún samþykkt. Að því loknu var borin fram tillaga um nýja stjórn félagsins og var hún samþykkt samhljóða. Fyrstu stjórn félagsins skipa Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, Björn Valdimarsson, Eva Gunnlaugsdóttir, Haukur Haraldsson, Hilmar Sigurðsson, Pálmi Finnbogason og Pétur V. Maak. Hilmar Sigurðsson var kjörinn formaður samtakanna. Til vara í stjórn voru kjörin Þorbjörg Friðriksdóttir og Guðmundur Guðmundsson og skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Friðþjófur Max Karlsson og Ólafur H. Ólafsson.

Garðar Mýrdal úr Hverfaráði Hlíða fagnaði stofnun þessara nýju samtökum og óskaði íbúum til hamingju auk þess að láta í ljós ósk sína um farsælt samstarf milli Íbúasamtakanna og Hverfisráðs Hlíða.Til baka