Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Skottmarkaður 4. september

Skottmarkaðurinn loksins endurtekinn laugardaginn 4. september kl. 11 – 15!

Íbúasamtök 3. hverfis endurtaka leikinn frá því í fyrra og halda skottmarkað á bílastæðinu við Kjarvalsstaði laugardaginn 4. september frá klukkan 11 -15, á Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða.  Á skottmarkaði er heimilisbíllinn notaður sem sölubás og getur fólk selt allt milli himins og jarðar úr bílskottum sínum. Íbúasamtökin héldu slíkan skottmarkað í fyrsta sinn í fyrra við frábærar undirtektir og gerðu margir góð kaup enda hágæða kompudót sem leynist í geymslum og bílskúrum hverfisins. Seljendur og kaupendur eru boðnir hjartanlega velkomir, einstaklingar, foreldrafélög, og félagasamtök og við hvetjum alla til að taka þátt, stuðla að endurnýtingu verðmæta og ekki síst til að skapa gleði og samkennd í hverfinu okkar og borginni!   Það er rokna skráning nú þegar og við búumst við stórum og glæsilegum markaði.
 
• Taktu frá stæði með því að senda póst á skottmarkadur@gmail.com
• Bjóddu kaupglöðum vinum og vandamönnum á skottmarkaðinn, t.d. með því að áframsenda eða prenta út auglýsinguna hér í  viðhengi, hengja hana upp á þínum vinnustað eða með hjálp Facebook. Skottmarkaðurinn á Facebook:
   http://www.facebook.com/event.php?eid=116060575108439&index=1
• Fylltu skottið af dóti, mættu á svæðið með góða skapið og byrjaðu að selja!

Kíktu á ljósmyndir af síðasta skottmarkaði á heimasíðu íbúasamtakanna
Þátttaka er öllum opin og ókeypis.
Sjáumst á skottmarkaði!

---------------------------------------------------------------
Kompudót – föndur – sultur- jólafötin frá því í hitteðfyrra – grillaðar pylsur leikföng – hljómplötur – bækur-púsl – dýrgripir úr geymslunni – jólaskraut – hannyrðir -hönnun -pottar og pönnur – hnyklar og prjónar -geisladiskar og vídeóspólur – styttur og glingur- dúkar og djásn – uppskeran frá því í sumar- 2007jakkafötin – glansmyndir og frímerki- barnaföt – úlpur og sumarföt – merki og kerti- púsl – nikótínplástrar og sjálfshjálparbækur - góð ráð – íslensk fyndni – hnyttnar gátur klapp á bakið - glimmer og glamúr – hælaskór og stígvél - slúður – sokkar og leppar – kökur og heitt kakó … mmmmTil baka