Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Hverfahátíð og skottmarkaður 8. september 2012

Hin stórskemmtilegi skottmarkaður Íbúasamtakanna verður haldinn að Hlíðarenda,  við Valsheimilið, laugardaginn 8. september næstkomandi. Skottmarkaðurinn er orðinn árviss viðburður í Hlíðum og á honum hefur ávallt myndast frábær stemmning. Á skottmarkaði er heimilisbíllinn notaður sem sölubás og þar ganga kaupum og sölum allskyns munir úr geymslum íbúa.

Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða er einnig haldin hátíðleg við Hlíðarenda þennan dag og þar verður margt um að vera. Hér má sjá fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar, og hægt verður að dansa zumba, horfa á skákmót, kaupa kökur og alls konar leikir og íþróttaþrautir verða í boði fyrir börnin. 

Markaðurinn hefst klukkan 12 og hátíðahöldin klukkan 13 og standa þau til klukkan 16. Þá er frítt í Sunhöllina frá kl. 16-18

Láttu þig ekki vanta á hverfahátíð og skottmarkað á laugardaginn!

 Til baka