Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Kynningarfundur um uppbyggingu Búseta á Einholts/Þverholtsreitnum

Við vekjum athygli á kynningarfundi sem haldinn verður nk. fimmtudag, 6. september, í ofnasmiðjuhúsinu við Háteigsveg 7. Fundurinn verður frá kl. 17:00 til 18:10 og er haldinn á vegum Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar og er liður í hagsmunaaðilakynningu í aðdraganda auglýsingar nýs skipulags.

Á fundinum verða skipulagsáform kynnt og sýndir uppdrættir og líkan af svæðinu. Hægt verður að koma með ábendingar og spurningar og mun það nýtast inn í frekari mótun skipulagsins.
 
Fundurinn er öllum opinn og við vonumst til að sjá sem flesta.
 
Auglýsingu Skipulagssviðs má sjá á eftirfarandi slóð:
http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-736/1268_read-32729/


Til baka