Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Aðalfundur Íbúasamtakanna 6. nóvember næstkomandi

Fundarboð
 

Aðalfundur Íbúasamtaka 3. hverfis 2012
þriðjudaginn 6. nóvember 2012 kl. 20, í Háteigsskóla við Háteigsveg
-mengun og umferðarmál vegna Nýs Landspítala í brennidepli
 
Aðalfundur Íbúasamtaka 3. hverfis – Hlíðar, Holt og Norðurmýri verður haldinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20:00 í Háteigsskóla við Háteigsveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum samtakanna og lýsir stjórn hérmeð eftir áhugasömum íbúum í hverfinu til að taka þátt í starfi stjórnar.
 
Einnig er á dagskrá fundarins umferðar – og mengunarmál í Hlíðum í tengslum við deiliskipulag Nýs Landspítala við Hringbraut. Samtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við mat deiliskipulagstillögunnar á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda. Samtökin hafa boðað fulltrúa frá borginni á fundinn.
 
Við hvetjum íbúa til að fjölmenna á aðalfundinn og taka þátt í starfi samtakanna. Okkur vantar einn nýjan meðlim í stjórn fyrir 2012-2013.
Þeir íbúar sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis eru beðnir um að hafa samband við formann í steinunn100@gmail.com.Til baka