Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Almennur kynningarfundur á Kjarvalstöðum

Kynningarfundur á Kjarvalstöðum

Skipulagsráð og Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar boða til almenns kynningarfundar á Kjarvalstöðum
þriðjudag 24. janúar kl. 17 - 19.

Fjallað verður um mál sem eru ofarlega á baugi í 3. hverfi, m.a. Hlemmur + verkefnið, Einholt/Þverholts reitinn sem er nú í auglýsingu, Miklatún og Austurbæ.

Kynningarfundurinn verður auglýstur í sunnudagsblöðum. Dagskráin er sem hér segir:

17:00 - 17:15  Kynning á verkefni - Dagur B. Eggertsson formaður skipul. ráðs
17:15 - 17:45  Hlemmur+, kynning á tillögum - Valdís Bjarnadóttir arkitekt
17:45 - 18:00  Einholt/Þverholt, kynning á tillögu í augl. - Kjartan Mogensen landslagsarkitekt
18:00 - 18:10  Miklatún - Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt
18:10 - 18:20  Austurbær - Helgi Gunnarsson, Nýsi
18:20 - 18:30  Fulltrúi íbúa - Hilmar Sigurðsson
18:30 - 19:00  Umræður - Í panel Dagur B. Eggertsson og Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi

Fundarstjóri  Salvör Jónsdóttir sviðsstjóri Skipulags- og byggingarsviðs
Fundarritari  Helga B. LaxdalTil baka