Íbúasamtök 3. hverfis
 

Gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar

5. nóvember 2008

Samráðshópur um Miklubraut Kringlumýrarbraut skilaði í dag niðurstöðu sinni sem gengur út á að Miklabrautin fer í lokaðan niðurgrafinn stokk allt frá Snorrabraut / Rauðarárstíg og austur fyrir Kringlumýrarbraut. Þessi stefnumarkandi ákvörðun borgaryfirvalda eru tímamót í þessu máli og mun þessi framkvæmd gjörbylta lífi og lífsgæðum íbúa í Hlíðum, sem nú loks verða sameinaðar.

Við munum birta hér nánari upplýsingar um þessar niðurstöður, eftir því sem þær verða aðgengilegar. Og að sjálfsögðu munum við fylgja þessu máli eftir þannig að allir íbúar í Hlíðum geti unað sem best við fyrirhugaða lausn.

Niðurstaða samráðsins - PDF skjal (innifelur ályktun Íbúasamtaka Háaleitis)

Hér má nálgast frétt um málið á vefnum okkar.

Hér er hlekkur á frétt á Mbl.is um málið.

20. september 2008

Fjórði samráðsfundurinn var haldinn 15. september. Á honum voru mótaðar tillögur að niðurstöðu samráðshópinn sem farið verður með inn í stjórnkerfið til samþykktar þar. Við munum birta endanlega niðurstöðu um leið og búið er að samþykkja hana af flestum þeim aðilum sem að samráðinu komu.

4. september 2008

Þriðji samráðsfundur um gatnamót KriMi var haldinn 3. september. Þar var m.a. farið yfir lofmengun í Reykjavík og fleira. Samþykkt var að Umhverfis- og samgöngusvið myndi undirbúa tillögu að samþykkt fyrir samráðið, ásamt því að skoða frekar stokk á Miklubraut frá Snorrabraut og austur fyrir gatnamótin, sem krefst þess að núverandi undirgöng myndu víkja. Fundargerð þriðja fundar er hér.

17. ágúst 2008

Annar samráðsfundur var haldinn þann 14. ágúst 2008. Fundinum er lýst í fréttabréfi sem við sendum út þann 17. ágúst og hægt að sjá hér. Fundargerð þessa fundar er aðgengileg hér á vefnum.

28. júlí 2008

Föstudaginn 25. júlí var haldinn fyrsti fundur í samráðshóp borgaryfirvalda, vegagerðar og íbúa. Fyrir hönd Íbúasamtaka 3. hverfis mætti Pálmi Finnbogason á fundinn og kom þaðan með þann skilning að búið væri að opna fyrir allar hugmyndir um lausn á þessum gagnamótum og tengdum stokkalausnum og að þær tillögur sem kynntar voru í vetur séu slegnar út af borðinu eins og nú er. Pálmi kom á framfæri skoðun stjórnar ÍBS3 að brautin ætti að vera sem mest neðanjarðar alla leið að Grensás og að ekki sé ásættanlegt að byggja fyrirhuguð gatnamót upp frá núverandi plani. Íbúasamtök 3. hverfis munu kynnar sína sýn á þessi gatnamót á næsta samráðsfundi sem verður haldinn eftir um 2 vikur. Sagt verður frá næstu skrefum hér á vefnum þegar þau verða ljós. Við minnum á rýni okkar á fyrri tillögur sem voru kynntar á fundi í apríl s.l.

Fundargerð fyrsta fundar er hér.

4. júní 2008

Íbúar bíða enn eftir að vera kallaðir á samráðsfund. Í lok apríl var Hilmar Sigurðsson skipaður fulltrúi Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri fullrúi í samráðshópinn og Pálmi Finnbogason til vara.

16. apríl 2008

Á fjölmennum kynningarfundi um framkomnar tillögur að gatnamótum Kringmýrarbrautar og Miklubrautar í Kennaraháskólanum tilkynnti Gísli Marteinn Baldursson um að komið verði á samráðshóp milli borgarinnar, Vegagerðarinnar og íbúasamtaka um málið. Íbúasamtök 3. hverfis hafa óskað eftir slíku samráði í 2 ár og fagna því að það sé loksins komið á.

Á fundinum kynntu borgaryfirvöld núverandi tillögur og íbúasamtökin fóru í gegnum sínar athugasemdir við tillögurnar.


Gatnamótin gætu litið út svona eftir að þau hafa verið hækkuð á þriðja metra frá núverandi plani. Miklabrautin er komin í opnar gryfjur sem ná niður undir Stakkahlíð og hringtorgið er opið í miðjunni og myndar gíg niður að Miklubrautinni.

9 af 10 íbúum í póstnúmeri 105 vilja ekki fyrirliggjandi tillögur borgaryfirvalda!

28. mars2008

Að boði borgaryfirvalda, þá hafa Íbúasamtök 3. hverfis sent hjálagðan spurningalista vegna framkvæmdanna. Listinn tekur á megin athugasemdum við framkomnar tillögur.

28. febrúar 2008

Í dag var kynnt í Umhverfis- og samgönguráði tillögur Reykjavíkurborgar að mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Tillögurnar má sjá hér. Afstaða Íbúasamtaka 3. hverfis og íbúa í hverfinu er gegn þessum hugmyndum. Enn og aftur ítreka íbúasamtökin kröfu sína til borgaryfirvalda um að fullt samráð verði við íbúa við hönnun á þessari lausn en ekkert samráð, eða neinar tilraunir í þá átt, hafa verið viðhafðar af borgaryfirvöldum. Stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis hefur rýnt tillögurnar með mætu fólki og má sjá hluta þeirra athugasemda í þessum glærum.

13. febrúar 2008

Í dag birtist í Morgunblaðinu grein með myndum af fyrirhugðum mislægum gatnamótum Kringumýrar- og Miklubrautar í ljósi upplýsinga um að nýjasti meirihlutinn í Reykjavík hefur sett þau ofarlega á dagskrá á nýjan leik. Ýtarlega er fjallað um þessa fyrirhugðu lausn í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar - 4. tbl. 2008. Fyrirhuguð lausn er engan veginn ásættanleg fyrir íbúa og sérstaklega að því sem snýr að opnum gjám frá gatnamótum niður að Stakkahlíð og á þriðja metra hækkun hins risavaxna opna hringtorgs á gatnamótunum. Stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis hefur ítrekað skorað á borgaryfirvöld að vinna þetta í samráði við þá sem mesta hagsmuni eiga í þessu máli; ibúa sem lifa í námundan við þessi fyrirhugðu mannvirki. Enn er auglýst eftir slíku samráði og skorað á borgaryfirvöld að halda opinn borgarafund um þetta mál.

Lesa má grein hér um þetta mál.

- - -

Stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis hefur samhljóða ályktað að fyrirliggjandi hugmyndir um þriggja hæða mislæg gatnamót á mótum Kringumýrarbrautar og Miklubrautar séu í mótsögn við nútíma þróun í borgarmálum og verði engan veginn til að auka lífsgæði íbúa í hverfinu. Fyrirhuguð lausn er of há yfir núverandi plani, opnir stokkar alla leið að Stakkahlíð eru opin hraðbrautagljúfur og óásættanleg lausn hvað varðar hljóðmengun og almenn lífsgæði í hverfinu. Slíkar lausnir eru ekki til þess fallnar að sameina Hlíðarnar, heldur mynda þeir óásættanleg steinseypugljúfur til langrar framtíðar.

Sú hraðbrautastefna sem um margra ára skeið hefur verið við lýði í borginni og sú staðreynd að bifreiðin hefur verið látin njóta forgangs í skipulagsmálum er óheillaþróun.  Með breytingum sem gerðar voru á gatnamótunum sumarið 2005 jókst afkastageta þeirra umtalsvert og í ljós hefur komið að flöskuhálsinn sem þar myndaðist á stundum er nú alfarið á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar og á gatnamótum Háleitis- og Kringumýrarbrauta.

Það er skoðun stjórnar Íbúasamtaka 3. hverfis að lagning Miklubrautar í yfirbyggðan stokk frá Kringlumýrarbraut og allt í gegnum hverfið að Snorrabraut sé mun íbúavænni framkvæmd og eigi að vera fyrst í forgangsröðinni. Það er kominn tími til að forgangsraða á forsendum lífsgæða íbúa, ekki eingöngu umferðar.

Vorið 2007 voru tillögur kynntar í borgarkerfinu. Við gerð þessara tillagna hefur ekkert samráð verið haft við íbúa, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið farið fram á það og að borgarfulltrúar hafi ítrekað boðað aukið samráð við íbúa í Reykjavík.

Borgaryfirvöld hafa sett á stefnuskrá að klára mislæg gatnamót á mótum þessara tveggja umferðarstórfljóta á kjörtímabilinu. Stjórn Íbúasamtakanna skorar á borgarstjórn að hverfa frá hugmyndum um tröllaukin hraðbrautamannvirki og bjóða íbúum til raunverulegrar samvinnu og samstarfs um þetta mál svo að á því meigi finna lausn sem allir sætta sig við. Þannig sýna yfirvöld vilja í verki við að færa stjórnun borgarinnar í átt að raunverulegu og virku íbúalýðræði.

 

Teikningar úr kynningu sem var á ferðinni í borgarkerfinu vorið 2007 sýna hvaða hugmyndir eru uppi um mislægu gatnamótin. Þessar hugmyndir eru hraðbrautahugmyndir og brautirnar tvær eru í örstuttum stokkum undir risavaxið tveggja akreina hringtorg. Allar akreinar sem eru ofanjarðar verða áfram að lágmarki 2ja akreina og upp í 10 akreinar. Miklubraut undir gatnamótin er opin og Kringlumýrarbraut liggur neðst. Áhrifin eru augljós; meiri mengun, meiri umferð og verri lífsgæði fyrir íbúa.

Myndir sem birtust í Morgunblaðinu 13. febrúar 2008 og sýna annars vegar gíginn og hringtorgið og hinsvegar nýtt fyrirhugað hringtorg við Lönguhlíð. Þar er sérstaklega athyglisvert að sjá hið iðandi mannlíf og greiðar og öruggar göngu- og hjólaleiðir sem tilöguhöfundar sjá fyrir sér.

Myndin sem er fengin af vef Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið unnin áfram. Hringurinn á myndinni gefur til kynna stærð hringtorgsins sem fyrirhugað er að komi í um 2-3 m hæð yfir núverandi plani. Þessi hringur er á stærð við Hagatorg. Í miðju þess er síðan "gígur" niður í neðri hæðir Kringlumýrar- og Miklubrauta.

Þessi mynd var birt í tengslum við gerð áfangaskýrslu vegna umhverfismats og sýnir hugmynd sem hefur verið í gangi vegna gatnamótanna. Myndin er fengin af vef Línuhönnunar.

Hér er hægt að sjá vilja íbúa í skoðanakönnun hér á vefnum en þar kemur í ljós að 9 af hverjum 10 íbúum hverfisins vilja ekki mislæg gatnamót þarna.

Hér getur þú svo sagt hvort þú viljir eða ekki mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.