Íbúasamtök 3. hverfis
 

Mannlíf og félagsmál

Eitt af meginmarkmiðum Íbúasamtaka 3. hverfis er að efla samhug og samkennd íbúa hverfisins. Með því að taka þátt í og koma á öflugu samstarfi við önnur hagsmunasamtök og félög sem starfa í hverfinu er hægt að bæta lífsgæði íbúa.

Eitt af þeim málefnum sem stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis kemur að er hverfishátíð í samstarfi við Þjónustumiðstöð hverfisins. Þar er hugmyndin að stefna saman ungum jafnt sem eldri íbúum hverfisins á Miklatún í part úr degi þar sem allir fái tækifæri til að taka þátt. Pálmi Finnbogason er fulltrúi Íbúasamtaka 3. hverfis í þessu starfi.