Íbúasamtök 3. hverfis
 

Áherslur framboða til borgarstjórnarkosninga í málefnum 3. hverfis

Stjórn íbúasamtaka 3. hverfis sendi öllum framboðum í Reykjavík í komandi kosningum spurningalista er snýr að málefnum 3. hverfis. Svör framboðanna eru hér í listanum, raðað eftir stafrófsröð:

Framsóknarflokkur

Frjálslyndi flokkurinn

Samfylkingin

Sjálfstæðisflokkur

Vinstri grænir

 

Bréf stjórnar til framboðanna:

Frá stjórn Íbúasamtaka 3ja hverfis

Stjórn íbúasamtaka 3ja hverfis í Reykjavík (Hlíðar, Holt og Norðurmýri) óskar eftir afstöðu þíns framboðs til eftirfarandi spurninga er varða málefni hverfisins.  Svörin verða birt á vef samtakanna www.hlidar.com og send fjölmiðlum sem fréttatilkynning frá Íbúasamtökum 3ja hverfis.


1. Hvaða hugmyndir hefur framboðið um félagsmálefni unglinga og aldraðra í hverfinu?

2. Hver er afstaða þíns framboðs til hugmynda um að setja Miklubraut í stokk frá Grensásvegi eða frá Kringlumýrarbraut til Snorrabrautar og þannig sameina Hlíðarnar (sjá nánar http://www.hlidar.com/index.php/id/1912)?

3. Hvenær má vænta að fyrirhugaðar framkvæmdir við umferðarmannvirki við Hlíðarfót hefjist?

4. Myndi framboð þitt styðja hugmyndir um gerð göngubrúar yfir Kringlumýrarbraut til móts við Hamrahlíð yfir á Kringlusvæði – hvenær gætu framkvæmdir hafist ef af yrði?

5. Hvaða hugmyndir hefur framboðið um framtíð Miklatúns og hvenær má vænta að hugsanlegar framkvæmdir hefjist?

6. Hver er afstaða framboðsins til mislægra gatnamóta á gatnamótum Miklubrautar og  Kringlumýrarbrautar?

7. Hvenær má vænta framkvæmda við úrbætur á lóðum Háteigsskóla og Hlíðaskóla?

8. Hvaða aðgerðir leggur framboðið til við að sporna við loft- og hljóðmengun í 3ja hverfi?

9. Mun framboð þitt styðja gerð hljóðmanar þar sem Hlíðahverfi liggur að Kringlumýrarbraut?

Vinsamlegast lýsið í stuttu máli stefnumörkun fyrir hverfið almennt.


Vinsamlegast sendið svör við ofangreindum spurningum fyrir n.k. mánudag 22.maí.

Virðingarfyllst,

stjórn Íbúasamtaka 3ja hverfis