Íbúasamtök 3. hverfis
 

Framsóknarflokkurinn

Til stjórnar Íbúasamtaka 3ja hverfis

1. Hvaða hugmyndir hefur framboðið um félagsmálefni unglinga og aldraðra í hverfinu?
Ekki barst svar við þessari spurningu 

2. Hver er afstaða þíns framboðs til hugmynda um að setja Miklubraut í stokk frá Grensásvegi eða frá Kringlumýrarbraut til Snorrabrautar og þannig sameina Hlíðarnar
Okkar afstaða er sú að gera mislæg gatnamór við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og leggja áherslu á að sjónræn áhrif þess mannvirkis verði sem minnst.  Til þess að leysa umferðarvandann við Lönguhlíð viljum við leggja stokk frá Stakkahlið að gatnamótunum við Snorrabraut. 

3. Hvenær má vænta að fyrirhugaðar framkvæmdir við umferðarmannvirki við Hlíðarfót hefjist?
B-listinn í Reykjavík hefur lagt fram hugmyndir um að göngin um Hlíðarfót verði unnin samhliða flugvelli á Lönguskerjum.  Ef okkar tillögur ná fram að ganga getur þetta orðið á næsta kjördæmi.

4. Myndi framboð þitt styðja hugmyndir um gerð göngubrúar yfir Kringlumýrarbraut til móts við Hamrahlíð yfir á Kringlusvæði – hvenær gætu framkvæmdir hafist ef af yrði?
Tenging Hlíðanna við Kringluna er orðin mjög brýn og eru hagsmunir bæði íbúanna og verslana í Kringlunni. 

5. Hvaða hugmyndir hefur framboðið um framtíð Miklatúns og hvenær má vænta að hugsanlegar framkvæmdir hefjist?
Með hugmyndum um okkar um að setja Miklubraut í stokk frá Stakkahlíð að Snorrabraut gjörbreytist allt umhverfi Miklatúns.  Við sjáum fyrir okkur hugmyndasamkeppni um breytta nýtingu svæðisins þar sem íbúar gætu komið sínum hugmyndum á framfæri.

6. Hver er afstaða framboðsins til mislægra gatnamóta á gatnamótum Miklubrautar og  Kringlumýrarbrautar?
Okkar afstaða er sú að gera mislæg gatnamór við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og leggja áherslu á að sjónræn áhrif þess mannvirkis verði sem minnst.

7. Hvenær má vænta framkvæmda við úrbætur á lóðum Háteigsskóla og Hlíðaskóla?
Allar skólalóðir í borginni þurfa á endurbótum að halda.  Ekki hefur ennþa´verið unnin framkvæmdaáætlun en gera má ráð fyrir að lélegustu lóðirnar verði teknar fyrir fyrst.

8. Hvaða aðgerðir leggur framboðið til við að sporna við loft- og hljóðmengun í 3ja hverfi?
Mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut auk gangna við Lönguhlíð munu draga bæði úr loft- og hljóðmengun.

9. Mun framboð þitt styðja gerð hljóðmanar þar sem Hlíðahverfi liggur að Kringlumýrarbraut?
Það hefur ekki verið skoðað sérstaklega.

Vinsamlegast lýsið í stuttu máli stefnumörkun fyrir hverfið almennt.

Hlíðahverfið er heildstætt og fallegt hverfi sem byggt var hratt upp um miðja síðustu öld.  Við sjáum fyrir okkur heildstætt útlit hverfisins haldi sér sem mest og íbúar hagi viðhaldi húsa sinna með þeim hætti að heldarmyndin raskist ekki.  Nálægð við Öskjuhliðina og Nauthólsvíkina eru mikil forréttindi og það þarf að tryggja öruggt og gott aðgengi frá hvefinu að þessari útivistarparadís.