Íbúasamtök 3. hverfis
 

Aðalfundur íbúasamtaka 3. hverfis

Stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis boðar til Aðalfundar samtakanna fimmtudaginn 12. október nk. kl. 20:00 í Hlíðaskóla.

Dagskrá fundarins er skv. lögum samtakanna:

1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins.
3. Gerð grein fyrir störfum nefnda.
4. Kosning formanns.
5. Kosning stjórnar og varamanna.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Lagabreytingar ef þeirra hefur verið getið í fundarboði.
8. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
9. Kosning nefnda.
10. Starfsáætlun fram að vorfundi.
11. Önnur mál.

Að afloknum aðalfundarstörfum koma Hrólfur Jónsson og Ólafur Bjarnson, sviðstjórar Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og kynna hugmyndir að mislægum gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar og hugmyndir um að setja Miklubraut í stokk.

Óskum um að taka fyrir önnur mál skal koma til formanns félagsins eigi síðar en mánudaginn 9. október n.k.

Aðalfundarboð er sent á öll heimili í póstnúmeri 105, samtals 6.600 stk. með aðstoð: