Íbúasamtök 3. hverfis
 

Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað mjög ítarlega um mengun af völdum svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs (NO2). Í ljósi þeirra upplýsinga sem þar hafa komið fram boða Íbúasamtök 3. hverfis til íbúafundar um ástandið af völdum mengunar í hverfinu í sal Háteigsskóla, mánudaginn 5. mars 2007 kl. 17:00

Dagskrá:
  Stuttar framsögur:
  Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkur
  Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri mengunarvarna Reykjavíkur
  Sigurður Þór Sigurðarson, læknir
  Hilmar Sigurðsson, formaður Íbúasamtaka 3. hverfis
  Pallborðsumræður og fyrirspurnir
  Fundarstjóri verður Páll Benediktsson, fréttamaður

Allar upplýsingar um Íbúasamtök 3. hverfis má finna á vef samtakanna www.hlidar.com þar sem jafnframt er hægt að skrá sig á póstlista fyrir rafræn fréttabréf samtakanna.

Íbúar eru hvattir til að skrá sig á listann.

Nánari er fjallað um ástandið í mengunarmálum í 3. hverfi í þessari grein Hilmar Sigurðssonar