Íbúasamtök 3. hverfis
 

Þjónustumiðstöð 3. hverfis

3. hverfi er þjónað af þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða sem er að Skúlagötu 21, sími 411-1600. Þjónustumiðstöðin er opin frá kl. 8:20 - 16:15.

Á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er veitt alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er hægt að sækja um ýmiss konar þjónustu eins og leikskólapláss, fjárhagsaðstoð, húsaleigubætur og heimaþjónustu. Einnig er veitt félagsleg ráðgjöf, sálfræði- og kennsluráðgjöf vegna leik- og grunnskólabarna, frístundaráðgjöf og fleira.

Markmiðið með þjónustumiðstöðvunum er að gera þjónustu borgarinnar aðgengilegri fyrir íbúa og efla samstarf sérfræðinga í málefnum barna og fjölskyldna. Jafnframt leggja þjónustumiðstöðvarnar mikla áherslu á að styrkja hvers kyns hverfastarf í samvinnu við íbúa, félagasamtök og aðra þá sem vilja láta til sín taka.

Hægt er að fá nánari upplýsingar á vef þjónustumiðstöðvarinnar.