Íbúasamtök 3. hverfis

Mælingar á svifryki

Þann 14. september 2009 hafði svifryk á Grensásvegi farið 17 sinnum yfir heilsufarsmörk af þeim 12 sem leyfilegt er samkvæmt reglugerð 251/2002.

Miðað við mælingar í Stakkahlíð í desember 2007 - janúar 2008 þá hefur svifryk farið 30 sinnum yfir heilsufarsmörk í Hlíðum!?!

Þessar upplýsingar eru unnar úr gögnum teknum af síðunni www.loft.rvk.is .

Færanlegri mælistöð Umhverfisstofu Reykjavíkur var komið fyrir i miðju Hlíðahverfi í byrjun desember 2007. Eftir fyrsta mánuðinn þá er ljóst að fylgni milli mælinga á Grensás og í Hlíðum er nær algjör. Hinsvegar er meðalgildi bæði svifryks og NOx hærri á mælistöð í Hlíðum og sérstaklega þegar skilyrði fyrir svifryk eru góð, þ.e. þurrt og lítill vindur. Þetta kom mjög vel í ljóst á fyrstu dögum ársins en fyrstu 11 daga ársins fór svifryk 5 sinnum yfir heilsuverndarmörk í Hlíðum en einu sinni á Grensás.

Hér að neðan er línurit sem sýnir muninni á NOx milli Hlíða og Grensás þann rúma mánuð sem færanleg stöð var staðsett í Hlíðahverfi. Neðar eru svo gröf fyrir árið 2008 sem sýna rauntölur fyrir Hlíðar fyrstu 11 daga ársins og svo eftir það tölur frá Grensás í rauðu súlunni og dökka súlan sýnir 22,65% auka. Þar er gengið út frá meðaltalinu sem Hlíðar hafa mælst hærri en Grensás.  

Það má álykta að hærra hlutfall af NOx í Hlíðum stafi af hraðari umferð við mælistöð, en köfnunarefnisdíoxíð (NO2) starfar fyrst og fremst í Reykjavík af bruna eldsneytis í bílvélum. Heilsufarsmörk fyrir NO2 eru 75 µg/m³ (sólahringsgildi) og má fara 7 sinnum á ári yfir þau mörk skv. reglugerð 251/2002. Köfnunarefnisdíoxíð (NO2) ertir lungu og geta langvarandi áhrif af NO2 komið fram í lungnaskemmdum síðar á ævinni. Skv. rannsókn Þórarinns Gíslasonar, lungalæknis, kemur fram að mesta áhrifasvæði NO2 er að 200 m frá stofnbrautum. Þetta þýðir að yfir helmingur íbúa í Hlíðum býr við verstu skilyrði Köfnunarefnisdíóxíðs mengunar í Reykjavík og allir skólar hverfsins eru innan þessa versta áhrifasvæðis. Íbúar Hlíða eiga því mikið undir því að dregið verði úr hraða umferðar og ekki síður úr mengun þeirri sem er af stofnbrautunum 3 sem skera hverfið og búta það niður í litlar eyjar sem eru nær eingöngu færar bílaumferð.

Allar tölur sem birtast hér eru unnar upp úr gögnum af síðu Umhverfis- og samgöngusviðs - http://www.loft.rvk.is

Gögn fyrir árið 2008 hefur verið safnað í eina töflu sem er aðgengilegt hér .

 

 

 

Hér að neðan eru töflur yfir svifyksmælingar Umhverfisstofu Reykjavíkurborgar við Grensásveg fyrir árin 2007-2009. Dökkrauða súlan sýnir gildi í Hlíðum m.v. meðaltalsviðbót um 22,65% sem er skv. mælingunni sem gerð var við Stakkahlíð í desember 2007 og janúar 2008. Gröfin eru unnin úr gögnum sem birt eru á vef Umhverfisstofu. Árið 2009 meiga fjöldi skipta sem farið er yfir heilsufarsmörk skv. reglugerð vera 12.

 

 

2008

 

 

 

Hér að neðan eru töflur yfir svifyksmælingar Umhverfisstofu Reykjavíkurborgar við Grensásveg fyrir árið 2007. Rauðu súlurnar er sólarhringsmeðaltal og dökkrauðu súlurnar eru meðaltal dagsins frá kl. 8 að morgni til kl. 18:30 síðdegis. Heilsufarsmörk eru skilgreind við 50 µg/m³ á sólarhring í Reykjavík. Í Svíþjóð eru heilsufarsmörk 40 µg/m³ á sólarhring. Á árinu 2007 fór svifryk við Grensásveg 17 sinnum yfir heilsufarsmörk af þeim 23 sem heimilt var á árinu 2007 skv. reglugerð. Árið 2010 mega þessi skipti vera að hámarki 7 fyrir allt árið.