Íbúasamtök 3. hverfis
 

Áherslur framboða í Reykjavík í málefnum sem snerta flesta
af íbúum 3. hverfis

Stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis hefur sent öllum framboðum sem bjóða fram í Reykjavík í Alþingiskosningunum 2007 eftirfarandi spurningalista. Svörin frá hverju framboði verða birt hér á vefnum jafnóðum og þau berast. Spurningalistinn var sendur til:

   Framsóknarflokkurinn            Svör komin 

   Frjálslyndi flokkurinn           Svör komin 

   Íslandshreyfingin          Svör komin 

   Samfylkingin          Svör komin

   Sjálfstæðisflokkurinn           Svör komin

   Vinstri grænir          Svör komin 

 

Frá Íbúasamtökum 3.hverfis í Reykjavík - Hlíðar, Holt og Norðurmýri

Til framboða sem bjóða fram til Alþingiskosninga þann 12.maí n.k.

Spurningarnar verða birtar á vef Íbúasamtakanna www.hlidar.com og svörin
eftir því sem þau berast frá framboðunum.


1. Hvaða tillögur hefur framboðið til eflingar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og á hvaða tímabili?

2. Hvaða áætlanir hefur framboðið til að sporna við mengun af völdum bílaumferðar í höfðuðborginni, jafnt til skemmri og lengri tíma?

3. Styður framboðið fyrirhuguð mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eins og þau liggja fyrir á núverandi hönnunarstigi og Vegagerðin kynnti þingmönnum Reykjavíkur nýlega? Ef svo er ekki, þá hvers vegna?

4. Styður framboðið yfirbyggða stokka- og/eða gangnalausnir stofnbrauta í gegnum 3. hverfi og ef svo er, hvenær sér framboðið slíkar lausnir komnar í notkun?

5. Hvenær telur framboðið að Öskjuhlíðargöng verði orðin að veruleika?

6. Hverjar eru hugmyndir framboðsins um íbúalýðræði og styður framboðið aukið íbúalýðræði? Ef svo er, á hvern hátt mun framboðið beita sér fyrir að það þróist á næsta kjörtímabili? Ef ekki, þá hvers vegna?

7. Að hve miklu leyti telur framboðið að íbúakosningar skuli vera bindandi fyrir stjórnvöld?

8. Hvað ætlar framboðið að gera til að framfylgja niðurstöðu íbúakosningar um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri sem fram fór í mars 2001?