Íbúasamtök 3. hverfis
 

Samfylkingin

Svör Samfylkingarinnar við spurningum frá Íbúasamtökum 3.hverfis í Reykjavík

1. Hvaða tillögur hefur framboðið til eflingar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og á hvaða tímabili?

Við teljum að efla beri almenningsamgöngur og er lögð rík áhersla á það í umhverfisstefnunni okkar Fagra Ísland sem finna má í heild á www.samfylking.is en almenningssamgöngur eru á verkefnasviði sveitarfélaga svo ekki eru sérstakar útfærðar tillögur um þær á höfuðborgarsvæðinu, í stefnuskránni okkar til Alþingis, við höfðum þær í borgarstjórnarkosningunum.


2. Hvaða áætlanir hefur framboðið til að sporna við mengun af völdum bílaumferðar í höfðuðborginni, jafnt til skemmri og lengri tíma?

Við viljum leita leiða til að koma Miklubraut í stokk eða göng og einnig verði skoðaðar slíkar lausnir varðandi Kringlumýrarbrautina. Aðgerðir í baráttunni við mengun, s.s. tollalækkun og lækkun vörugjalda á vistvænar bifreiðar er að finna í stefnunni okkar um Fagra Ísland www.xs.is


3. Styður framboðið fyrirhuguð mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eins og þau liggja fyrir á núverandi hönnunarstigi og Vegagerðin kynnti þingmönnum Reykjavíkur nýlega? Ef svo er ekki, þá hvers vegna?

Nei það gerum við ekki, við teljum þau of plássfrek og horfum til annarra lausna, sjá nánar svarið við spurningu 2. hér að ofan.

4. Styður framboðið yfirbyggða stokka- og/eða gangnalausnir stofnbrauta í gegnum 3. hverfi og ef svo er, hvenær sér framboðið slíkar lausnir komnar í notkun?

Við styðjum slíkar lausnir eins og fram kemur hér að ofan og teljum að það þurfi að hraða slíkum framkvæmdum.


5. Hvenær telur framboðið að Öskjuhlíðargöng verði orðin að veruleika?

Þau eru á áætlun 2018 samkvæmt gildandi samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar– við munum beita okkur við næstu áætlanagerð til að flýta þeim.


6. Hverjar eru hugmyndir framboðsins um íbúalýðræði og styður framboðið aukið íbúalýðræði? Ef svo er, á hvern hátt mun framboðið beita sér fyrir að það þróist á næsta kjörtímabili? Ef ekki, þá hvers vegna?

Íbúalýðræði er eitt af helstu stefnumálum Samfylkingarinnar og mun hún gefa íbúum tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar á ákveðnum málum eins og gert var í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar í flugvallarmálinu.


7. Að hve miklu leyti telur framboðið að íbúakosningar skuli vera bindandi fyrir stjórnvöld?

Best er ef íbúakosningar eru bindandi.


8. Hvað ætlar framboðið að gera til að framfylgja niðurstöðu íbúakosningar um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri sem fram fór í mars 2001?

Niðurstaða þeirra kosninga var ekki bindandi, - en borgarstjórn fór eftir niðurstöðum og nú er Völlurinn á skipulagi til 2016