Íbúasamtök 3. hverfis
 

Spurningar Íbúasamtaka 3. hverfis

Spurningar sem Íbúasamtök 3. hverfis sendu til borgaryfirvalda vegna framkomra tillagna. Þessar spurningar voru sendar í framhaldi af kynningu á núverandi tillögum í Hverfisráði Hlíða eftir að borgaryfirvöld buðu fulltrúum þar að senda tæknilegar spurningar í framhaldi af kynningu.

1. Hljóðvist
Útreikningar m.v. 80 km meðalhraða umferðar á Miklubraut og Kringlumýrarbraut í fríu flæði, áætlaðar umferðartölur eftir breytingu og m.v.10% þunga umferð
2. Hljóðvist
Útreikningar fyrir áætluð kvöld- og næturgildi hljóðvistar m.v. áætlaðar umferðartölur eftir breytingu og 10% þunga umferð.
3. Hljóðvist
Útreikningar fyrir hljóðáhrif af gangnamunnum á Kringlumýrarbraut gengt Stigahlíð/Listabraut, Stigahlíð/Hamrahlíð (verði rampar þar) og við Bólstaðarhlíð / Álftamýri - sérstaklega fjölbýlishús næst fyrirhugðum gatnamótum.
4. Hljóðvist
Útreikningar fyrir hljóðáhrif af gangnamunnum á Miklubraut við Stakkahlíð og vestari gangnamunna gengt Gunnarsbraut, skv. norskum stöðlum í SINTEF forrriti.
5. Mengun
Útreikningar á áætlaðri mengun frá öllum gangnamunnum - drag bíla
6. Mengun
Hvernig er núverandi loftmengun af völdum NO2, PM10, PM2,5 og O3 og áætluð dreifing hennar í hverfinu af völdum stofnbrautanna 3 - Bústaðavegur, Kringlumýrarbraut og Miklabraut
7. Mengun
Hvernig er áætluð að staða mengunar verði eftir breytingar - þetta á sérstaklega við um mengun af völdum NO2, PM10, PM2,5 og O3 og gert grein fyrir þynningarsvæði mengunarinnar eftir áætlaðar framvkæmdir.
8. Slysakostnaður
Núverandi slysakostnaður miðað við meðaltal áranna 2006-2007, eftir að breytingar voru gerðar á gatnamótunum og samanburður við áætlun eftir framkvæmdir
9. Umferðarrýmd
Hversu mikið landsvæði verður nýtt, umfram núverandi notkun, til að koma fyrir þeim mannvirkjum sem fyrirhuguð eru á gatnamótunum og hvað er áætlað virði þessa landssvæðis.
10. Umferðartölur
Skipting umferðar á öllum köflum og gatnamótum m.v. áætlaða umferð eftir breytingar (sbr. 59.000 bíla á Miklubraut vestur - spá m.v. stækkaða Kringlu) - skipt í stokkaumferð og yfirborðsumferð
11. Kynning - myndræn framsetning
Stokkaop sýnd úr götuhæð frá gangstétt við Stakkahlíð, gengt Eskihlíð/Gunnarsbraut, gengt Stigahlíð/Listabraut og við Bólstaðahlíð/Álftamýri.
12. Mengun
Hvað möguleikar eru á mengunarvörnum í tengslum við stokka, sérstaklega við gangnamunna og hvernig gæti verið hægt að lámarka mengun úr yfirbyggðum stokkum.
13. Stokkalausn
Stutt greinargerð um hvað knýr á að hafa stokkinn opinn frá Kringlumýrabraut niður að Stakkahlíð og hvað stoppar það að umferð á Miklubraut fari niður í /komi upp úr lokaðum stokk austan við gatnamót.
14. Hringtorg
Stutt greinargerð um hvers vegna Umhverfis- og samgöngusvið telur hringtorg betri lausn en ljósastýrð gatnamót á Miklubraut við Stakkahlíð, Lönguhlíð og Reykjahlíð
15. Umferð hjólandi og gangandi vegfarenda
Stutt greinargerð um hvernig núverandi tillaga tryggir betur öryggi og greiðari leiðir gangandi og hjólandi vegfarenda og þá sérstakelga m.t.t. umferðar gangandi og hjólandi milli syðri og nyðri hluta Hlíðahverfis (yfir Miklubraut)
16. Gatnamót
Hver verður hæð mislægu gatnamótanna yfir núverandi plani og í hvaða hæð munu fyrirhuguð undirgöng fyrir gangandi/hjólandi verða miðað við núverandi plan götu.
17. Framkvæmdir
Stutt yfirlit yfir hvernig áætlað er að framkvæmdum verði háttað og hvernig núverandi umferð verði flutt um svæðið á framkvæmdatíma.
18. Forgangsröðun framkvæmda og áfangaskipting
Hvað ræður þeirri áfangaskiptingu sem lögð hefur verið til og hvaða rök liggja að baki. Væri hægt að byrja á áföngum 2 og 3 saman í einni framkvæmd og þannig reyna að stytta tíma röskunar í hverfinu?

Sent í tölvupósti 28. mars 2008