Íbúasamtök 3. hverfis
 

Hverfisráð Hlíða

Fulltrúi Íbúasamtaka 3. hverfis hefur áheyrnarfulltrúa með málfrelsis og tillögurétt í Hverfisráði Hlíða. Ráðið er pólitískt skipað 7 fulltrúum og hittist að meðal tali einu sinni í mánuði. Formaður, varaformaður og ritari samtakanna hafa mætt á alla fundi hverfisráðs síðan við fengum þessu framgengt á sínum tíma.

Þessi réttur okkar hefur reynst okkur dýrmætur, því hann hefur auðveldað okkur að koma áfram málum í borgarkerfinu þar sem við höfum kynnt okkar afstöðu í ýmsum málum, ásamt því að koma fram með beinar tillögur til Hverfisráðsis um ýmislegt það sem betur má fara í okkar góða hverfi.

Hér að neðan eru gögn sem við við höfum farið með fyrir Hverfisráð, auk þess sem fjöldi þeirra má finna undir öðrum liðum á þessum vef.

Frá ÍBS3 á Hverfisráðsfundi 25. ágúst 2008:

  • Hraðakstur á götum við grunnskóla í Hlíðum
  • Hugmynd að breytingu á lóð við leiksskólann Stakkaborg
  • Bílastæðamerkingar við Flókagötu
  • Áminning um kynningu á aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna loftmengunar
  • Útisundlaug við Sundhöllina

PDF skjal með okkar punktum er aðgengilegt hér.