Íbúasamtök 3. hverfis
 

Skottmarkaðurinn sló í gegn!

Það er óhætt að segja að skottmarkaðurinn hafi slegið í gegn á Hverfahátíðinni í ár og myndaðist þar lífleg markaðsstemning sem einhverjir líktu við útlanda stemningu. Það er ljóst að skottmarkaður við Kjarvalstaði verður haldinn aftur. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast og / eða taka þátt í næsta, geta sent tölvupóst á skottmarkadur@gmail.com. Íbúasamtök 3. hverfis, undir öruggri stjórn Steinunnar Þórhalldóttur, sá um skottmarkaðinn á Hverfahátíðinni.

Myndirnar hér að neðan tók Ottó Ólafsson.

 

 

Á sviði - Í porti Kjarvalstaða

Kl.14:00    Kór - Félagsmiðstöðin Vesturgötu 7
Kl.14:20    Barnakór Háteigskirkju
Kl.14:40    Breikdans - Kramhúsið
Kl.15:00    Iss Piss fimleikatrúðarnir

Á staðnum - Miklatún

Klifurveggur, kassaklifur, trönubyggingar að hætti Landnema
Landnemar grilla pylsur
Sápukúlugaman að hætti Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða
Andlistsmálun í umsjón Hallgrímskirkju og Háteigskirkju
Iss Piss fimleikatrúðarnir
Leikir að hætti ÍTR
Kynning á íþrótta- og tómstundastarfi hverfisins


Kl.10:00 - 17:00          Kjarval
Á sýningunni í austursal Kjarvalsstaða eru nú sýnd lykilverk Kjarvals í eigu listasafnsins, en þau mynda einstakt og magnað yfirlit yfir feril þessa ástsæla listamálara íslensku þjóðarinnar.


Kl.14:00 - 16:00   Knattspyrnufélagið Valur
verður með kynningu á þeim þremur íþróttagreinum sem félagið býður upp á, þ.e. knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik. Á körfuboltavellinum verða skotkeppnir, spiluð verður knattspyrna á lítil mörk og handboltakappinn Sigfús Sigurðsson verður með handboltaþrautir. Auk þessa munu fulltrúar félagsins kynna vetrardagskrána og dreifa bæklingum.


Kl. 14:00 - 16:00  Skottmarkaður á bílastæði Kjarvalsstaða
- markaðstorg íbúanna, sem selja ýmislegt notað og nýtt úr skottum bíla sinna.

Skottmarkaðurinn er á vegum Íbúasamtaka III. hverfis, tengiliður er Steinunn  Þórhallsdóttir s. 862-3242.
Allir sem hafa áhuga á að fá stæði fyrir bílinn sinn á skottmarkaðnum geta skráð sig með tölvupósti í netfang: skottmarkadur@gmail.com . Þátttaka er ókeypis. Íbúasamtökin hvetja einstaklinga jafnt sem fjölskyldur, nemendaráð, foreldrafélög, íþróttafélög, ömmur og afa til að taka þátt í að skapa skemmtilega stemningu í hverfinu.  Það er einfalt mál að fara í geymsluna og raða því í skottið á bílnum sem gott væri að losna við, leggja á stæðinu við Kjarvalsstaði, og breyta bílnum sínum í sölubás í tvo klukkutíma. Nú
eða selja föndrið frá því í fyrra, heimabaksturinn, sultuna eða hvað sem er.

Kl.14:00 - 16:00          Listsmiðja í Norðursal Kjarvalsstaða
- hægt að teikna og senda póstkort til uppáhalds dýrsins síns, en það er lítil sýning þar inni sem heitir KJARVAL OG DÝRIN.


Kl.15:00 - 16:00          Sögubíllinn Æringur
- sögur sagðar á nokkrum tungumálum


Kl.16:00 - 18:00          Frítt í Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg

HÉR MÁ NÁLGAST PRENTAÐA AUGLÝSINGU Á PDF


Samtaka í Miðborg og Hlíðum standa að hverfahátíðinni:

Austurbæjarskóli
Háteigsskóli
Hlíðaskóli
Borgarbókasafn
Íbúasamtök 3. hverfis
Íbúasamtök Miðborgar
Háteigskirkja
Hallgrímskirkja
Sundhöll Reykjavíkur
Skátafélagið Landnemar
Frístundamiðstöðin Kampur
Kramhúsið
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða
Kjarvalstaðir
Félagsmiðstöðin Vesturgötu 7
Knattspyrnufélagið Valur