Íbúasamtök 3. hverfis
 

Samgöngumál

Óhætt er að segja að samgöngumál sé eitt af stærstu málum íbúa í þessu frábæra hverfi sem er staðsett í hjarta borgarinnar. Stutt er fyrir íbúa í miðbæinn og því upplagt fyrir þá að draga úr notkun bíla og því hjól og tveir jafnfljótir góðir valkostir fyrir íbúa í Hlíðum.

Hverfið hefur þó í tímanna rás einangrast í nær ómanngengum eyjum sem stórfljót umferðar flæða allt í kring. Loftmegun af völdum umferðar er meiri en mælist almennt í borginni og því á mörgum stórum málum að taka til að bæta lífsgæði íbúa í þessu þriðja hverfi Reykjavíkur.

Íbúasamtök 3. hverfis voru upphaflega stofnuð af íbúum víðsvegar af úr hverfinu sem hafa viljað sjá breytingar til betri vegar og hafa m.a. barist fyrir sameiningu Hlíðanna með því að koma Miklubraut í jörðu alla leið í gegnum hverfið. Hér til vinstri má finna hlekki á nokkur af helstu samgöngumálum sem Íbúasamtökin hafa verið að berjast fyrir að fá í forgang, ásamt öðrum málum sem tengjast samgöngum í Hlíðum, þeirra stært gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og tengdar stokkaframkvæmdir.

Tímamóta samkomulag náðist haustið 2008 í samráðshópi borgaryfirvalda og íbúa og eftir um þriggja ára baráttu íbúa við að komast að borðinu um hvernig framtíð samgöngumála í hverfinu yrði háttað. Þó svo að efnahagsástandið hafi sett strik í reikninginn, trúa íbúar því að þetta sé eitt af forgangsmálum í samgöngum í Reykjavík og að ekki líði of mörg ár þangað til tugþúsundir bíla bruni undir hverfið og að Hlíðarnar verði sameinaðar á ný.