Íbúasamtök 3. hverfis
 

 

Jólaskottmarkaðurinn var haldinn á bílastæðinu við Kjarvalsstaði og gekk mjög vel, þrátt fyrir smá rigningu. Hér eru myndir frá markaðnum:

 

 

- - - 

Íbúar 3. Hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar endurtaka leikinn frá því í haust og halda á ný SKOTTMARKAÐ á bílastæði Kjarvalsstaða laugardaginn 12. desember frá kl. 12 – 14. 

Á skottmarkaði er heimilisbíllinn notaður sem sölubás og getur fólk selt allt milli himins og jarðar úr bílskottum sínum. Íbúasamtökin héldu slíkan skottmarkað í fyrsta sinn í september við frábærar undirtektir. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum.

 Stefnan að þessu sinni er að hafa það dálítið jólalegt.  Allir luma á gömlu dóti sem þeir eru hættir að nota en gæti reynst dýrmætt í jólapakkann eða skóinn. Einnig hvetjum við þá sem hafa föndrað eða bakað of mikið fyrir jólin að mæta og selja það sem ekki kemst í smákökudunkana. Eins eru jólaföt barnanna frá fyrri árum oft óslitin og þjóðþrifaverk að koma þeim í notkun að nýju.

Allir eru hjartanlega velkomir, einstaklingar, foreldrafélög, og félagasamtök og við hvetjum alla til að taka þátt, stuðla að endurnýtingu verðmæta og ekki síst til að skapa gleði og samkennd í hverfinu okkar og borginni!  

 Taktu frá stæði með því að senda póst á skottmarkadur@gmail.com.

Við erum líka á Facebook, þar er einfalt og auðvelt að bjóða vinum á viðburðinn:
Sjáðu skottmarkaðinn á Facebook

Kompudót – jólabaksturinn – föndur – sultur- jólafötin frá því í hitteðfyrra – grillaðar pylsur leikföng – hljómplötur – bækur-púsl – dýrgripir úr geymslunni – jólaskraut – hannyrðir -hönnun -pottar og pönnur – hnyklar og prjónar -geisladiskar og vídeóspólur – styttur og glingur- dúkar og djásn – uppskeran frá því í sumar- 2007jakkafötin – glansmyndir og frímerki- barnaföt – úlpur og sumarföt – merki og kerti- púsl – nikótínplástrar og sjálfshjálparbækur - góð ráð – íslensk fyndni – hnyttnar gátur klapp á bakið - glimmer og glamúr – hælaskór og stígvél - slúður – sokkar og leppar – kökur og heitt kakó … mmmm

VEGGSPJALD FYRIR MARKAÐINN ER AÐGENGILEGT HÉR!